Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 16:26 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjárlaga fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira