Rannsakar reykvískar rætur sínar Sylvía Hall skrifar 20. júní 2019 15:14 Ísfirski listamaðurinn Gunnar Jónsson. Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á. Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Framundan er síðasta sýningarhelgi sýningar Gunnars Jónssonar GRÖF í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 og hefur nánast allt sitt líf, utan þess tíma sem hann stundaði listnám, búið á Ísafirði en föðurættin hans er öll úr Reykjavík. Heitið á sýningunni er vísun í bóndabæinn Gröf í Grafarholti sem vegfarendur um Vesturlandsveg kannast við fyrir trampólínið sem prýðir húsið. Það var langalangafi hans Steindór Björnsson sem keypti Gröf og byggði sér bú þar og keypti síðar meir jörðina Holt sem tvinnar saman Grafarholt. D-salnum í Hafnarhúsinu er skipt í tvo jafna hluta á sýningunni GRÖF. Öðru megin er videóloftmynd tekin í lágflugi af völdum stöðum í Reykjavík. Að handan berast tónar frá öðru vídeói, sem er upptaka af tónlistarflutningi; impróvisasjón við loftmyndina í flutningi píanóleikarans Tómasar Jónssonar og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar.Í þeim sal er einnig nótnaskriftin sem stýrði spunanum en hana samdi Gunnar í samvinnu við Kristinn Gauta Einarsson og Valdimar Olgeirsson við laglínu eftir ömmu hans, Steinunni Maríu Steindórsdóttur. Nóturnar og leiðbeiningarnar gefa hljóðfæraleikurunum svigrúm til túlkunar sem þýðir að ef verkið er flutt aftur yrði það hljómlíkt en á sama tíma allt annað. Í vídeóverkinu er dróna flogið yfir Reykjavík og komið við á þeim helstu stöðum sem föðurætt Gunnars bjó í Reykjavík og Gunnar sjálfur þegar hann var við nám í Listaháskóla Íslands. Verkið er uppfullt af vísunum í sögur af föðurætt listamannsins þar sem tvinnað er saman borgarlandslaginu við íbúa þess. Gegnumgangandi laglínan í spunaverkinu sem amma Gunnars samdi á unglingsárum hljómar undir og er rauði þráðurinn í gegnum verkið.Það er víða komið við og á einum stað í verkinu er flogið er yfir Laugarveg þar sem föðurafi Gunnars, Sigurpáll Jónsson, bjó um tíma. Á þeim stað í vídeóinu má greina vísun í verk Richards Wagner en Sigurpáll hafði sérstakt dálæti á Wagner og hann og félagar hans áttu það til og hittast og hlusta á þetta dramatíska tónskáld þegar sérlega vel lá á þeim.Gunnar segir innblástur verksins koma frá því að lifa með þessu tvö rými í sjálfum sér, þessa tvo heima sem eru annars vegar Ísfirðingurinn og hins vegar Reykvíkingurinn. Verkið er afar persónulegt því hann fær þarna tækifæri til að kynnast ættarsögu sinni betur og segja frá henni um leið. Á sama tíma leiðir hann fólk inn í hugrenningatengsl við borgarskipulag og tvískiptingu landsins. Í huga Gunnars spegla þessi tvö rými hugarástand þjóðarinnar, þar sem búa tvö rými landsbyggðin og höfuðstaðurinn. Í verkinu má skynja að listamaðurinn trúi því að þegar þessir tveir hlutar ná að spila vel saman þá gerist eitthvað spennandi sem vert er að staldra við og hlusta á.
Ísafjarðarbær Menning Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira