Woody Allen krefur Amazon um átta milljarða vegna A Rainy Day in New York Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 22:10 Woody Allen hefur ítrekað hafnað ásökunum um að hafa brotið gegn dóttur sinni. Getty Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur stefnt Amazon Studios og krafið kvikmyndaverið um háar fjárhæðir vegna ákvörðunar þess að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd leikstjórans. Hinn 83 ára Allen sakar Amazon Studios um samningsbrot og fer fram á greiðslu 68 milljóna dala í skaðabætur, um 8,2 milljarða króna. Segir hann Amazon Studios hafa brotið gegn gerðum samningi án nokkurrar ástæðu. Í frétt BBC segir að Amazon hafi áður dreift tveimur af kvikmyndum Allen og sjónvarpsþáttum leikstjórans, Crisis in Six Scenes. Kvikmyndaverið hafi hins vegar hætt við dreifingu á nýjustu mynd Woody Allen, A Rainy Day in New York. Allen segir Amazon hafa brotið gegn samningnum í júní síðastliðinn vegna ásakana um að leikstjórinn hafi brotið kynferðislega gegn dóttur sinni, Dylan Farrow, árið 1992. Amazon ekki í neinum rétti Í gögnum lögmanna Allen segir að Amazon hafi verið vel kunnugt um 25 ára gamlar „tilhæfulausar“ ásakanir þegar gengið var til samninga um kvikmyndina A Rainy Day in New York. Amazon hafi ekki verið í neinum rétti að rifta samningnum. Tökur á myndinni A Rainy Day in New York fóru fram árið 2017, en Jude Law, Rebecca Hall, Selena Gomez og Timothée Chalamet voru í hópi leikara myndarinnar. Chalamet greindi frá því í janúar á síðasta ári að hann myndi gefa öll laun sín vegna hlutverks í myndinni til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur stefnt Amazon Studios og krafið kvikmyndaverið um háar fjárhæðir vegna ákvörðunar þess að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd leikstjórans. Hinn 83 ára Allen sakar Amazon Studios um samningsbrot og fer fram á greiðslu 68 milljóna dala í skaðabætur, um 8,2 milljarða króna. Segir hann Amazon Studios hafa brotið gegn gerðum samningi án nokkurrar ástæðu. Í frétt BBC segir að Amazon hafi áður dreift tveimur af kvikmyndum Allen og sjónvarpsþáttum leikstjórans, Crisis in Six Scenes. Kvikmyndaverið hafi hins vegar hætt við dreifingu á nýjustu mynd Woody Allen, A Rainy Day in New York. Allen segir Amazon hafa brotið gegn samningnum í júní síðastliðinn vegna ásakana um að leikstjórinn hafi brotið kynferðislega gegn dóttur sinni, Dylan Farrow, árið 1992. Amazon ekki í neinum rétti Í gögnum lögmanna Allen segir að Amazon hafi verið vel kunnugt um 25 ára gamlar „tilhæfulausar“ ásakanir þegar gengið var til samninga um kvikmyndina A Rainy Day in New York. Amazon hafi ekki verið í neinum rétti að rifta samningnum. Tökur á myndinni A Rainy Day in New York fóru fram árið 2017, en Jude Law, Rebecca Hall, Selena Gomez og Timothée Chalamet voru í hópi leikara myndarinnar. Chalamet greindi frá því í janúar á síðasta ári að hann myndi gefa öll laun sín vegna hlutverks í myndinni til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15
Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12