Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 14:15 Mark Herring, Ralph Northam og Justin Fairfax. AP/Steve Helber Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér, þó mismikið. Þeir hafa þó varist því enn sem komið er en málið þykir erfitt, stjórnsýslulega séð, og gæti mögulega endað á þann veg að boðað verði til nýrra kosninga. Önnur niðurstaða gæti verið að Repúblikanar taki við stjórn allra embættanna þriggja og í kjölfarið hafa raddir Demókratar sem kölluðu upprunalega eftir afsögn ríkisstjórans þagnað. Ríkisstjórinn Ralph Northam viðurkenndi nýverið að hafa málað sig svartan (Svokallað blackface) fyrir hæfileikakeppni í læknisskóla hans eftir að mynd af honum úr árbók skólans leit dagsins ljós þar sem einnig mátti sjá fleiri aðila með blackface og aðra í kuflum Ku Klux Klan.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandiEftir að hafa viðurkennt að hann væri á myndinni, breytti Northam sögu sinni og sagðist ekki vera á myndinni. Hann þvertekur fyrir að segja af sér.Aðstoðarríkisstjórinn Justin Fairfax hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Vanessa Tyson, prófessor við Scripps háskólann í Kaliforníu, segir Fairfax hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi á landsfundi Demókrataflokksins í Boston árið 2004. Hann neitar ásökunum Tyson og segir upplifun sína ekki í samræmi við ásakanir hennar.Viðurkenndi blackface Þá hefur Mark R. Herring, dómsmálaráðherra Virginíu og sá þriðji í röðinni til að taka við embætti ríkisstjóra, viðurkennt að til séu myndir af honum með blackface frá því þegar hann var í háskóla, þá 19 ára gamall. Herring baðst afsökunar í gær og sagði að næstu daga muni leiða í ljós hvort hann geti starfað áfram sem dómsmálaráðherra. Hann hafði sjálfur kallað eftir afsögn Northam og hafði þar að auki lýst því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra 2021. Í yfirlýsingu sagði Herring að sem ungur maður hefði hann ekki búið yfir nægri reynslu til að átta sig á því hve særandi blackface væri og að hann hefði ónærgætinn. Hann sagðist alltaf hafa átt von á því að þetta myndi koma upp og því opinberaði hann sjálfur nú. Demókratar höfðu nánast allir sem einn kallað eftir því að Northam segði af sér en samkvæmt Washington Post hafa raddir þeirra þagnað á síðustu tveimur dögum, eftir að Fairfax og Herring lentu einnig í viðkvæmum stöðum.Samkvæmt umfjöllun Politico yrði framvindan mjög flókin ef þeir segðu allir af sér. Repúblikanar gætu tekið fulla stjórn á Virginíu Sá fjórði í röðinni er Kirk Cox, forseti þings Virginíu og Repúblikani. Repúblikanar tryggðu sér nauman meirihluta (51-49) á þinginu árið 2017. Í einu kjördæminu fengu frambjóðendur sama fjölda atkvæða og var sigurvegarinn ákveðinn með því að draga nafn úr skál. Geti hann ekki tekið að sér embætti ríkisstjóra segir stjórnarskrá Virginíu að þingið eigi að skipa einhvern í embætti. Auk þess að fylla embætti ríkisstjóra þyrfti þar að auki að fylla embætti aðstoðarríkisstjóra og dómsmálaráðherra, ef þeir segðu allir af sér. Nýr ríkisstjóri gæti skipað nýjan aðstoðarríkisstjóra í nokkra mánuði. Þingmenn þyrftu hins vegar að skipa nýjan dómsmálaráðherra fram til kosninga árið 2021. Því gæti málið endað á þann veg að Cox verði ríkisstjóri, skipi aðstoðarríkisstjóra og þingið, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, skipi nýjan dómsmálaráðherra. Demókratar í Virginíu hafa miklar áhyggjur af stöðunni og héldu marga og langa fundi sín á milli í gær. Einn þingmaðurinn flokksins, Louise Lucas, sendi sms á meðan hún var á fundi með Herring þar sem hún sagði stöðuna „freakin screwed up!“, eða „algjört rugl“, mjög lauslega þýtt. Bandaríkin Tengdar fréttir Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér, þó mismikið. Þeir hafa þó varist því enn sem komið er en málið þykir erfitt, stjórnsýslulega séð, og gæti mögulega endað á þann veg að boðað verði til nýrra kosninga. Önnur niðurstaða gæti verið að Repúblikanar taki við stjórn allra embættanna þriggja og í kjölfarið hafa raddir Demókratar sem kölluðu upprunalega eftir afsögn ríkisstjórans þagnað. Ríkisstjórinn Ralph Northam viðurkenndi nýverið að hafa málað sig svartan (Svokallað blackface) fyrir hæfileikakeppni í læknisskóla hans eftir að mynd af honum úr árbók skólans leit dagsins ljós þar sem einnig mátti sjá fleiri aðila með blackface og aðra í kuflum Ku Klux Klan.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandiEftir að hafa viðurkennt að hann væri á myndinni, breytti Northam sögu sinni og sagðist ekki vera á myndinni. Hann þvertekur fyrir að segja af sér.Aðstoðarríkisstjórinn Justin Fairfax hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Vanessa Tyson, prófessor við Scripps háskólann í Kaliforníu, segir Fairfax hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi á landsfundi Demókrataflokksins í Boston árið 2004. Hann neitar ásökunum Tyson og segir upplifun sína ekki í samræmi við ásakanir hennar.Viðurkenndi blackface Þá hefur Mark R. Herring, dómsmálaráðherra Virginíu og sá þriðji í röðinni til að taka við embætti ríkisstjóra, viðurkennt að til séu myndir af honum með blackface frá því þegar hann var í háskóla, þá 19 ára gamall. Herring baðst afsökunar í gær og sagði að næstu daga muni leiða í ljós hvort hann geti starfað áfram sem dómsmálaráðherra. Hann hafði sjálfur kallað eftir afsögn Northam og hafði þar að auki lýst því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra 2021. Í yfirlýsingu sagði Herring að sem ungur maður hefði hann ekki búið yfir nægri reynslu til að átta sig á því hve særandi blackface væri og að hann hefði ónærgætinn. Hann sagðist alltaf hafa átt von á því að þetta myndi koma upp og því opinberaði hann sjálfur nú. Demókratar höfðu nánast allir sem einn kallað eftir því að Northam segði af sér en samkvæmt Washington Post hafa raddir þeirra þagnað á síðustu tveimur dögum, eftir að Fairfax og Herring lentu einnig í viðkvæmum stöðum.Samkvæmt umfjöllun Politico yrði framvindan mjög flókin ef þeir segðu allir af sér. Repúblikanar gætu tekið fulla stjórn á Virginíu Sá fjórði í röðinni er Kirk Cox, forseti þings Virginíu og Repúblikani. Repúblikanar tryggðu sér nauman meirihluta (51-49) á þinginu árið 2017. Í einu kjördæminu fengu frambjóðendur sama fjölda atkvæða og var sigurvegarinn ákveðinn með því að draga nafn úr skál. Geti hann ekki tekið að sér embætti ríkisstjóra segir stjórnarskrá Virginíu að þingið eigi að skipa einhvern í embætti. Auk þess að fylla embætti ríkisstjóra þyrfti þar að auki að fylla embætti aðstoðarríkisstjóra og dómsmálaráðherra, ef þeir segðu allir af sér. Nýr ríkisstjóri gæti skipað nýjan aðstoðarríkisstjóra í nokkra mánuði. Þingmenn þyrftu hins vegar að skipa nýjan dómsmálaráðherra fram til kosninga árið 2021. Því gæti málið endað á þann veg að Cox verði ríkisstjóri, skipi aðstoðarríkisstjóra og þingið, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, skipi nýjan dómsmálaráðherra. Demókratar í Virginíu hafa miklar áhyggjur af stöðunni og héldu marga og langa fundi sín á milli í gær. Einn þingmaðurinn flokksins, Louise Lucas, sendi sms á meðan hún var á fundi með Herring þar sem hún sagði stöðuna „freakin screwed up!“, eða „algjört rugl“, mjög lauslega þýtt.
Bandaríkin Tengdar fréttir Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51