Smáhýsi fyrir heimilislausa rísa meðal annars við Héðinsgötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 12:02 Borgin ætlar sjálf að hanna smáhýsin og bjóða síðan út byggingu þeirra. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig þau munu líta út. Mynd/Facebook síða Heiðu Bjargar Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum. Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. Búið er að festa eina lóð við Héðinsgötu undir smáhýsin en þau munu ekki öll rísa á sama stað og er gert ráð fyrir að þau verði byggð með þeim hætti að hægt verði að flytja þau milli staða. Borgarráð samþykkti í haust að verja 450 milljónum til kaupa á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Í fyrstu var vonast til að hægt yrði að taka húsin í notkun fyrir áramót en ferlið hefur tekið lengri tíma. „Við höfum ákveðið að taka engu af þessum tilboðum sem bárust í byggingu smáhýsa. Það bárust 11 tilboð og ekkert þeirra uppfyllti í rauninni þær kröfur sem voru gerðar til smáhýsanna þannig að það var ákveðið að hafna þeim öllum og Reykjavíkurborg myndi hanna sjálf þessi hús sem eiga að vera 25-30 fermetrar og bjóða út byggingu þeirra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Efla þjónustu í öðrum úrræðum á meðan Aðspurð segist hún ekki gera ráð fyrir að þetta hafi í för með sér aukinn kostnað. „Við vorum að vonast til þess að geta opnað smáhýsin núna í mars, apríl en við sjáum fram á að það verði núna ekki fyrr en í júlí ágúst,“ segir Heiða. Það sem einnig tefur fyrir er að ráðast þarf í deiliskipulagsferli vegna lóða undir smáhýsin. Það ferli eitt og sér tekur 100 daga að sögn Heiðu en í fyrstu var ekki talið að þess þyrfti. „Það er í það minnsta búið að finna eina lóð, festa eina lóð við Héðinsgötu af þeim líklega fimm sem að við munum þurfum að fá,“ segir Heiða. Sökum þessa hefur þjónusta verið aukin í þeim úrræðum sem þegar eru til staðar að sögn Heiðu. „Það eru tólf einstaklingar núna sem að vilja gjarnan komast í smáhýsi og við bara pössum að veita þeim eins góða þjónustu og við getum á þeim tíma sem að þeir þurfa að bíða eftir því og höfum bætt við rýmum í bæði Víðinesi, gistiskýlinu og Konukoti og vettvangs- og ráðgjafarteymið okkar reynir að sinna öllum af mikilli alúð,“ segir Heiða. Líklega verða ekki öll hýsin byggð á sama tíma en Heiða vonast til þess að hægt verði að festa lóðir undir hýsin á meðan þau eru í hönnun. Nú standa jafnframt yfir framkvæmdir á húsnæði við Grandagarð þar sem til stendur að opna neyðarskýli fyrir unga fíkla á næstu mánuðum.
Borgarstjórn Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. 23. janúar 2019 21:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. 15. nóvember 2018 19:30
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00