Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur nokkuð af ábendingum borist eftir að lýst var eftir Önnu Helgu. Hún er þó enn ófundin.
Í tilkynningu lögreglu frá því í gær segir að síðast sé vitað um ferðir Önnu Helgu í nágrenni Holtagarða í Reykjavík að morgni þriðjudags 24. september.
Anna Helga er grannvaxin, 165 sentímetrar á hæð og með stutt, grátt hár. Hún var klædd í dökkbláar, víðar gallabuxur, brúna gönguskó og grænan/brúnan jakka. Anna Helga notar gleraugu og gæti jafnframt verið með loðhúfu á höfði.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Önnu Helgu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
