Erlent

Eliza­beth War­ren á mikilli siglingu

Atli Ísleifsson skrifar
Elizabeth Warren er öldungadeildarþingmaður Massachusetts.
Elizabeth Warren er öldungadeildarþingmaður Massachusetts. Getty
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, sem sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir komandi forsetakosningar þar í landi, er á hraðri siglingu og í gær mældist hún í fyrsta sinn með mest fylgi frambjóðendanna í landskönnun sem gerð var af könnunarfyrirtækinu Quinnipiac.

Á meðal kjósenda Demókrata mælist Warren nú með 27 prósent fylgi en varaforsetinn fyrrverandi, Joe Biden, sem hingað til hefur verið langefstur í slíkum könnunum, mælist með 25 prósent.

Bernie Sanders kemur síðan þar á eftir í þriðja sætinu með sextán prósent fylgi.

Þetta virðist benda til að baráttan á milli Warren og Biden gæti orðið hörð en kannanir í einstökum ríkjum síðustu daga hafa líka bent í þessa átt og eru þau Biden og Warren til að mynda afar jöfn í könnunum í Iowa, New Hampshire og Nevada.

Forkosningar Demókratar standa frá febrúar og fram í júní á næsta ári, en forsetakosningarnar sjálfar fara fram 3. nóvember 2020.


Tengdar fréttir

Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden

Þeim tíu frambjóðendum sem sækjast eftir útnefningu flokks Demókrata til forseta var tíðrætt um heilbrigðismál og Barack Obama, fyrrverandi forseta, þegar þeir mættust í kappræðum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×