Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2019 18:15 Morðið á Karolin Hakim hefur reynst mikið áfall fyrir íbúa Malmö Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira
Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35
Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33