Curry sem hefur í tvígang verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar og er af flestum talin besta skytta körfuboltasögunnar birti í dag myndir frá heimsókn sinni á skerið í norðri eins og hann segir.
Á meðal þess sem Curry hjónin hafa verið að bralla á landinu er heimsókn í Bláa Lónið, jöklaferð og fjórhjólaferð. Þá herma heimildir Vísis að Ayesha hafi sótt veitingastaðinn Óx á Laugarvegi heim.
Ásamt því héldu þau í hellaskoðun í Þríhnúkagíg. Þá greinir Ayesha Curry sem á fjölda veitingastaða vestan hafs, frá því að hjónin hafi bragðað 800 ára gamalt jökulvatn.
On the rock up north with MY rock! #icelandView this post on Instagram
A post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on Sep 1, 2019 at 7:11am PDT
We climbed, we explored, we conquered. I think we may be expert adventurers now.View this post on Instagram
A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry) on Sep 1, 2019 at 7:20am PDT