Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 19:18 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, gagnrýndi bæði tillögu Demókrata og sagði þá vera ósamvinnuþýða. Vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44