Sjáðu spekingana velta því fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 09:00 Mohamed Salah með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Burak Akbulut Liverpool gat varla spilað betur á tímabilinu 2018-19 en náði samt ekki að vinna ensku deildina. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni án þess að vinna titilinn. Hvað þarf Liverpool að gera til að komast yfir þröskuldinn. Það eru liðin 29 að verða 30 ár síðan að Liverpool vann ensku deildina síðast. Liðið hefur aldrei verið nær því á þessum tíma en í vetur. Liðið var á toppnum um jólin og náði góðu forskoti um áramótin en erfiður janúar hleypti Manchester City aftur inn í baráttuna sem Pep Guardiola og lærisveinar hans nýttu sér.“We have a fantastic team with players that want to develop, that want to give everything for the team and for the club."@VirgilvDijk on the bright future of the Reds. — Liverpool FC (@LFC) June 24, 201997 stig höfðu alltaf dugað liðum til að vinna ensku deildina en súperlið Manchester City er ekkert venjulegt lið enda búið að ná í samanlagt 198 stig á síðustu tveimur tímabilum. Liverpool bjargaði þó tímabilinu sínu með því að vinna Meistaradeildina í Madrid í byrjun júní og Jürgen Klopp tókst þar með loksins að vinna titil með félaginu. Liverpool tók mörg framfaraskref á nýloknu tímabili. Koma markvarðarins Alisson gjörbreytti varnarleiknum og þá stimplaði Fabinho sig inn á miðjunni. Yfirferð hans hjálpaði bakvörðunum Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson að blómstra í sóknarleiknum. Xherdan Shaqiri og Naby Keita voru líka keyptir eins og þeor Alisson og Fabinho en voru í minna hlutverki. Liverpool ætti að eiga pening eftir sigur í Meistaradeildinni og liðið hefur verið orðað við leikmenn eins og þá Nabil Fekir, Nicolas Pepe, Timo Werner, Junior Firpo, Memphis Depay og Matthijs de Ligt á síðustu vikum. Flestir eru á því að liðið vanti helst miðvörð og hreinræktaðan framherja.Kept up to date with many of the Reds' summer break? Take a look at the best social media posts from their holidays in our players' summer scrapbook. https://t.co/ry7LnmWOTv — Liverpool FC (@LFC) June 24, 2019Nú eru hins vegar 25 dagar liðnir frá sigrinum í Meistaradeildinni og enginn stórkaup eru í húsi. Jürgen Klopp talaði um að þetta yrði rólegt sumar og eins og er lítur út fyrir það. Það er hins vegar tími enn þá til að breyta því. Squawka Football býður oft upp á fróðlegar samantektir á miðlum sínum og að þessu sinni fengu þau nokkra knattspyrnuspekinga til að velta fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera í framhaldinu. Þetta voru þeir Simon Stone (BBC), Paul Machin (The Redmen TV), John Gibbons (The Anfield Wrap) and Ryan Dobney (Liverpool stuðningsmaður og blaðamaður) og fóru þeir allir yfir hvernig Liverpool þurfti að vinna sig inn í tímabilið 2019-20. Hér fyrir neðan má sjá þessa spekinga velta fyrir sér næstu framtíð hjá liði Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Liverpool gat varla spilað betur á tímabilinu 2018-19 en náði samt ekki að vinna ensku deildina. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni án þess að vinna titilinn. Hvað þarf Liverpool að gera til að komast yfir þröskuldinn. Það eru liðin 29 að verða 30 ár síðan að Liverpool vann ensku deildina síðast. Liðið hefur aldrei verið nær því á þessum tíma en í vetur. Liðið var á toppnum um jólin og náði góðu forskoti um áramótin en erfiður janúar hleypti Manchester City aftur inn í baráttuna sem Pep Guardiola og lærisveinar hans nýttu sér.“We have a fantastic team with players that want to develop, that want to give everything for the team and for the club."@VirgilvDijk on the bright future of the Reds. — Liverpool FC (@LFC) June 24, 201997 stig höfðu alltaf dugað liðum til að vinna ensku deildina en súperlið Manchester City er ekkert venjulegt lið enda búið að ná í samanlagt 198 stig á síðustu tveimur tímabilum. Liverpool bjargaði þó tímabilinu sínu með því að vinna Meistaradeildina í Madrid í byrjun júní og Jürgen Klopp tókst þar með loksins að vinna titil með félaginu. Liverpool tók mörg framfaraskref á nýloknu tímabili. Koma markvarðarins Alisson gjörbreytti varnarleiknum og þá stimplaði Fabinho sig inn á miðjunni. Yfirferð hans hjálpaði bakvörðunum Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson að blómstra í sóknarleiknum. Xherdan Shaqiri og Naby Keita voru líka keyptir eins og þeor Alisson og Fabinho en voru í minna hlutverki. Liverpool ætti að eiga pening eftir sigur í Meistaradeildinni og liðið hefur verið orðað við leikmenn eins og þá Nabil Fekir, Nicolas Pepe, Timo Werner, Junior Firpo, Memphis Depay og Matthijs de Ligt á síðustu vikum. Flestir eru á því að liðið vanti helst miðvörð og hreinræktaðan framherja.Kept up to date with many of the Reds' summer break? Take a look at the best social media posts from their holidays in our players' summer scrapbook. https://t.co/ry7LnmWOTv — Liverpool FC (@LFC) June 24, 2019Nú eru hins vegar 25 dagar liðnir frá sigrinum í Meistaradeildinni og enginn stórkaup eru í húsi. Jürgen Klopp talaði um að þetta yrði rólegt sumar og eins og er lítur út fyrir það. Það er hins vegar tími enn þá til að breyta því. Squawka Football býður oft upp á fróðlegar samantektir á miðlum sínum og að þessu sinni fengu þau nokkra knattspyrnuspekinga til að velta fyrir sér hvað Liverpool eigi að gera í framhaldinu. Þetta voru þeir Simon Stone (BBC), Paul Machin (The Redmen TV), John Gibbons (The Anfield Wrap) and Ryan Dobney (Liverpool stuðningsmaður og blaðamaður) og fóru þeir allir yfir hvernig Liverpool þurfti að vinna sig inn í tímabilið 2019-20. Hér fyrir neðan má sjá þessa spekinga velta fyrir sér næstu framtíð hjá liði Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira