„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:51 Lyfinu fylgja alls kyns aukaverkanir. Karl Tapales/Getty Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna. Lyf Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna.
Lyf Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira