Nýtt og breytt forsætisráðuneyti eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2019 21:00 Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir.
Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira