Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 19:00 Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira