Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter kvarðandi reið yfir Sesúan- hérað í suðurhluta Kína í dag.
AP greinir frá því að skjálftamiðjan hafi verið 10 kílómetrum frá borginni Sjangning, næsta stórborg við miðjuna var Sjongking í um 200km fjarlægð.
Eftirskjálfti sem mældist litlu veikari, 5,2 skók einnig jörðu nokkru síðar.
Skjálftamiðjan var á eingöngu 10 kílómetra dýpi, skjálftar á litlu dýpi eiga það til að valda meiri skemmdum á byggingar og önnur mannvirki.
Fréttir frá Kína herma að einhverjir hafi slasast og að slökkvilið hafi verið ræst út til að leita að fórnarlömbum skjálftans. Eitthvað var um skemmdir á húsum í Sjongking en engar fregnir höfðu borist um slys á fólki.
Ellefu ár eru frá stórum jarðskjálfta í Sesúan héraði, skjálftinn var gríðarlegur og létust nær 90.000 manns.
Erlent