Erlent

Sjálfsvígsárás í Nígeríu varð þrjátíu að bana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan að störfum eftir hryðjuverkaárás í norðaustur Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan að störfum eftir hryðjuverkaárás í norðaustur Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/next24online
Minnst 30 eru látnir eftir sjálfsvígs sprengjuáraás í norðaustur Nígeríu. Þetta kemur fram í tilkynningu yfirvalda og greint er frá málinu á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Fjörutíu til viðbótar eru særðir, samkvæmt Neyðarástandsstofnun Nígeríu (e. State Emergency Management Agency).

Árásarmennirnir virkjuðu sprengjurnar fyrir utan stóran sal í Konduga í Borno ríki, þar sem fótboltaaðdáendur voru að horfa á leik í sjónvarpinu.

Hryðjuverkahópnum Boko Haram hefur verið kennt um árásina þótt að hann hafi ekki tekið ábyrgð á henni.

Hópurinn hefur ítrekað gert sprengjuárásir í ríkinu.

Ali Hassan, leiðtogi sjálfsvarnar hóps í Konduga, sagði í samtali við fréttastofu AFP að eigandi salsins hafi rifist við einn sprengjumannanna þegar hann reyndi að komast inn í salinn.

„Það urðu hvöss skoðanaskipti á milli eigandans og sprengjumannsins, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp,“ sagði hann.

Boko Haram hefur orðið 27.000 einstaklingum að bana og neytt um tvær milljónir einstaklinga til að yfirgefa heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×