Fótbolti

Spilar í skosku úrvalsdeildinni en stórlið í Evrópu vilja kaupa hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tierney fagnar skoska meistaratitlinum með Celtic á síðustu leiktíð.
Tierney fagnar skoska meistaratitlinum með Celtic á síðustu leiktíð. vísir/getty
Kieran Tierney, varnarmaður Celtic, er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hann er eftirsóttur á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Arsenal hefur nú þegar gert tilboð í varnarmanninn en því tilboði var neitað. Celtic er talið vilja um 25 milljónir punda fyrir kappann og Arsenal hefur ekki gert annað boð.

Dagblaðið Metro á Englandi greinir nú frá því að ítalska stórliðið, Napoli, sé einnig áhugasamt um hinn 22 ára gamla varnarmann og hafi sent njósnara til þess að fylgjast með honum á síðustu leiktíð.







Talið er að áhugi Napoli sé afar mikill og þeir hafi áhuga á að klófesta Skotann. Carlo Ancelotti, stjóri Napoli, er mikill aðdáandi vinstri bakvarðarins og vill fá hann til Ítalíu.

Tierney hefur spilað 170 leiki fyrir Celtic þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið tólf A-landsleiki fyrir Skotland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×