KR vann 4-1 sigur á ÍBV er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var liður í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.
Katrín Ómarsdóttir skoraði úr vítaspyrnu og kom KR yfir strax á fyrstu mínútu en á 30. mínútu fékk ÍBV vítaspyrnu. Úr spyrnunni skoraði Brenna Lovera.
KR skoraði hins vegar tvö mörk fyrir hlé. Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR yfir á 32. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Katrín Ómarsdóttir þriðja markið.
Guðmunda Brynja var ekki hætt því hún skoraði annað mark sitt og fjórða mark KR á 60. mínútu. Clara Sigurðardóttir minnkaði muninn í uppbótartíma en lokatölur 4-2 sigur KR. Mikilvægur var hann enda fallbaráttan rosaleg í Pepsi Max-deildinni.
Eftir sigurinn er KR í sjötta sæti deildarinnar en liðið er með þrettán stig. ÍBV er í áttunda sætinu, tveimur stigum frá fallsæti, svo það er fallbarátta hjá karla- og kvennaliði ÍBV.
Úrslit og markaskorara eru fengnir frá úrslit.net.
KR lyfti sér upp töfluna en ÍBV tveimur stigum frá fallsæti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti





Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
