Bandaríska flugfélagið American Airlines mun bjóða upp á áætlunarferðir á milli Fíladelfíu í Bandaríkjunum og Keflavíkur á næsta ári. Mun flugfélagið bjóða upp á ferðir á milli 4. júní og 24. október.
Mun American Airlines notast við Boeing 757-200 farþegaþotu í áætlunarferðum sínum til Íslands.
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að American Airlines hafi ákveðið að gera út í Fíladelfíu því borgin sé orðin þekkt sem ein af bestu leiðunum til að komast yfir Atlantshafið.
Borgarstjóri Fíladelfíu, Jim Kennedy, sagði borgaryfirvöld stolt af því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu flugfélagsins í borginni.
Greint er frá því á vef Túrista að sú óvenjulega staða hafi komið upp í fyrra að bæði íslensku flugfélögin, WOW air og Icelandair, ákváðu að hefja áætlunarferðir frá Dallas í Bandaríkjunum til Íslands. Á sama tíma ákvað American Airlines að gera slíkt hið sama. Hvorki WOW air né Icelandair réðu við þá samkeppni og tilkynntu að ekki yrði áframhald á áætlunarferðum þeirra til Íslands frá Dallas.
American Airlines hélt hins vegar sínu striki en greindi Túrista frá því að ákveðið hafi verið að leggja Dallas-flugið niður og hefja ferðir á milli Íslands og Fíladelfíu. Túristi segir þessa ákvörðun American Airlines gera það að verkum að nú fái Icelandair samkeppni í flugi frá Fíladelfíu.
Icelandair fær harða samkeppni frá American Airlines í Fíladelfíu
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur