Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2019 19:00 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11