Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 12:42 Loftslagsmótmælendur krefjast aðgerða fyrir utan Hvíta húsið í Washington-borg 1. júní árið 2017, daginn sem Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. AP/Susan Walsh Evrópusambandsríki eru nú sögð vinna að því að halda lífi í Parísarsamkomulaginu eftir að Bandaríkjastjórn hóf formlegan undirbúning að því að segja sig fram tímamótasamningnum um alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Leiðtogar annarra ríkja harma ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin verða eina ríki heims sem ekki á aðild að Parísarsamkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi daginn eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári. Trump og ríkisstjórn hans hafa haldið því fram að samkomulagið leggi „ósanngjarnar“ efnahagslegar byrðar á Bandaríkjamenn þrátt fyrir að þeir ásamt Kínverjum séu þær þjóðir sem hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundunum sem valda nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Ákvörðunin er talin geta grafið undan samkomulaginu og gefa öðrum ríkjum afsökun til að segja sig mögulega frá því síðar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga á lífríki jarðar og samfélög manna. Svenja Schulze, umhverfisráðherra Þýskalands, sagði að sem betur fer væru engin merki enn sem komið er um að úrsögn Bandaríkjanna hafi „dómínóáhrif“ þar sem fleiri ríki segðu sig frá samkomulaginu. „Afgangurinn af heiminum stendur saman til að verja loftslagið,“ sagði Schulze í yfirlýsingu og benti á að jafnvel Rússar hefðu nýlega skrifað undir samkomulagið.Trump og Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, tilkynnti um uppsögnina á Parísarsamkomulaginu í júní árið 2017. Bandaríkjastjórn gat þó ekki hafið formlegan undirbúning að því fyrr en í gær.Vísir/EPAKína og Frakkland ætla að sýna samstöðu Talskona framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í yfirlýsingu að Parísarsamkomulagið væri komið til að vera um leið og hún harmaði úrsögn Bandaríkjanna. Sambandið vonist til þess að Bandaríkin taki þráðinn upp aftur síðar, að því er segir í frétt Reuters.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Xi Jinping, forseti Kína, fundi í Beijing á morgun. Þar ætli þeir að skrifa undir yfirlýsingu um að Parísarsamkomulagið verði ekki tekið aftur. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir að stjórnvöld þar hafi vonast til þess að Bandaríkin öxluðu meiri ábyrgð í stað þess að leggja fram „neikvæða orku.“ Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Rússar segja Bandaríkin hafa „grafið verulega undan“ Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Trump hefur einnig sætt harðri gagnrýni heima fyrir. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, fordæmdi úrsögnina og sagði hana „selja framtíð barnanna okkar“.Losun hefur aukist aftur í Bandaríkjunum samhliða afnámi og útvötnun aðgerða Trump hefur ítrekað farið með fleipur um eðli Parísarsamkomulagsins í gegnum tíðina. Samkomulagið er ekki lagalega bindandi og með því samþykkja ríki að setja sér eigin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttgunda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti að Bandaríkin væru leiðandi í að draga úr losun í heiminum í tísti þar sem hann tilkynnti um að formlegu undirbúningur að úrsögninni væri hafinn. Losun Bandaríkjanna hafði dregist saman þrjú ár í röð þangað til í fyrra. Ástæða þess hefur meðal annars verið rakin til mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu jarðgass í Bandaríkjunum. Bruni jarðgass losar minna af gróðurhúsalofttegundum en á kolum og olíu. Í tíð Trump hefur Bandaríkjastjórn aftur á móti afnumið og útvatnað loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið og áttu að draga úr losun gróðushúsalofttegunda, sérstaklega frá orkuverum og samgöngum. Losun í Bandaríkjunum tók þannig kipp í fyrra, þann næst mesta í um tuttugu ár. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á um 15% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum þrátt fyrir að þeir séu aðeins um 4,4% jarðarbúa.Today we begin the formal process of withdrawing from the Paris Agreement. The U.S. is proud of our record as a world leader in reducing all emissions, fostering resilience, growing our economy, and ensuring energy for our citizens. Ours is a realistic and pragmatic model.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) November 4, 2019 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Þrátt fyrir að Bandaríkin séu sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætla þau ekki að leggja sjóði SÞ sem aðstoðar fátæk ríki til að takast á við loftslagsbreytingar til neitt fé. Evrópuríki standa fyrir stærstum hluta framlaga í sjóðinn. 25. október 2019 16:34 Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Hefja formlegt útgönguferli úr Parísarsáttmálanum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að ganga formlega út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. 5. nóvember 2019 07:10 Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Ríkisstjórn Donald Trump vill koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett sér strangari reglur um útblástur bíla en gilda á landsvísu. 18. september 2019 11:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Evrópusambandsríki eru nú sögð vinna að því að halda lífi í Parísarsamkomulaginu eftir að Bandaríkjastjórn hóf formlegan undirbúning að því að segja sig fram tímamótasamningnum um alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Leiðtogar annarra ríkja harma ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin verða eina ríki heims sem ekki á aðild að Parísarsamkomulaginu. Úrsögnin tekur gildi daginn eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári. Trump og ríkisstjórn hans hafa haldið því fram að samkomulagið leggi „ósanngjarnar“ efnahagslegar byrðar á Bandaríkjamenn þrátt fyrir að þeir ásamt Kínverjum séu þær þjóðir sem hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundunum sem valda nú loftslagsbreytingum á jörðinni. Ákvörðunin er talin geta grafið undan samkomulaginu og gefa öðrum ríkjum afsökun til að segja sig mögulega frá því síðar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga á lífríki jarðar og samfélög manna. Svenja Schulze, umhverfisráðherra Þýskalands, sagði að sem betur fer væru engin merki enn sem komið er um að úrsögn Bandaríkjanna hafi „dómínóáhrif“ þar sem fleiri ríki segðu sig frá samkomulaginu. „Afgangurinn af heiminum stendur saman til að verja loftslagið,“ sagði Schulze í yfirlýsingu og benti á að jafnvel Rússar hefðu nýlega skrifað undir samkomulagið.Trump og Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, tilkynnti um uppsögnina á Parísarsamkomulaginu í júní árið 2017. Bandaríkjastjórn gat þó ekki hafið formlegan undirbúning að því fyrr en í gær.Vísir/EPAKína og Frakkland ætla að sýna samstöðu Talskona framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í yfirlýsingu að Parísarsamkomulagið væri komið til að vera um leið og hún harmaði úrsögn Bandaríkjanna. Sambandið vonist til þess að Bandaríkin taki þráðinn upp aftur síðar, að því er segir í frétt Reuters.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Xi Jinping, forseti Kína, fundi í Beijing á morgun. Þar ætli þeir að skrifa undir yfirlýsingu um að Parísarsamkomulagið verði ekki tekið aftur. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir að stjórnvöld þar hafi vonast til þess að Bandaríkin öxluðu meiri ábyrgð í stað þess að leggja fram „neikvæða orku.“ Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Rússar segja Bandaríkin hafa „grafið verulega undan“ Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Trump hefur einnig sætt harðri gagnrýni heima fyrir. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, fordæmdi úrsögnina og sagði hana „selja framtíð barnanna okkar“.Losun hefur aukist aftur í Bandaríkjunum samhliða afnámi og útvötnun aðgerða Trump hefur ítrekað farið með fleipur um eðli Parísarsamkomulagsins í gegnum tíðina. Samkomulagið er ekki lagalega bindandi og með því samþykkja ríki að setja sér eigin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttgunda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti að Bandaríkin væru leiðandi í að draga úr losun í heiminum í tísti þar sem hann tilkynnti um að formlegu undirbúningur að úrsögninni væri hafinn. Losun Bandaríkjanna hafði dregist saman þrjú ár í röð þangað til í fyrra. Ástæða þess hefur meðal annars verið rakin til mikils uppgangs í vinnslu og nýtingu jarðgass í Bandaríkjunum. Bruni jarðgass losar minna af gróðurhúsalofttegundum en á kolum og olíu. Í tíð Trump hefur Bandaríkjastjórn aftur á móti afnumið og útvatnað loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið og áttu að draga úr losun gróðushúsalofttegunda, sérstaklega frá orkuverum og samgöngum. Losun í Bandaríkjunum tók þannig kipp í fyrra, þann næst mesta í um tuttugu ár. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á um 15% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum þrátt fyrir að þeir séu aðeins um 4,4% jarðarbúa.Today we begin the formal process of withdrawing from the Paris Agreement. The U.S. is proud of our record as a world leader in reducing all emissions, fostering resilience, growing our economy, and ensuring energy for our citizens. Ours is a realistic and pragmatic model.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) November 4, 2019
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30 Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11 Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Þrátt fyrir að Bandaríkin séu sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætla þau ekki að leggja sjóði SÞ sem aðstoðar fátæk ríki til að takast á við loftslagsbreytingar til neitt fé. Evrópuríki standa fyrir stærstum hluta framlaga í sjóðinn. 25. október 2019 16:34 Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Hefja formlegt útgönguferli úr Parísarsáttmálanum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að ganga formlega út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. 5. nóvember 2019 07:10 Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Ríkisstjórn Donald Trump vill koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett sér strangari reglur um útblástur bíla en gilda á landsvísu. 18. september 2019 11:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Ísland gæti hæglega boðið ferðamönnum upp á kolefnislausa upplifun. 29. maí 2018 09:30
Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Góðæri og afnám umhverfisreglna er sagt hafa átt sinn þátt í um 3,4% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda vestanhafs í fyrra. 8. janúar 2019 11:11
Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Þrátt fyrir að Bandaríkin séu sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætla þau ekki að leggja sjóði SÞ sem aðstoðar fátæk ríki til að takast á við loftslagsbreytingar til neitt fé. Evrópuríki standa fyrir stærstum hluta framlaga í sjóðinn. 25. október 2019 16:34
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Hefja formlegt útgönguferli úr Parísarsáttmálanum Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að ganga formlega út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. 5. nóvember 2019 07:10
Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Ríkisstjórn Donald Trump vill koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett sér strangari reglur um útblástur bíla en gilda á landsvísu. 18. september 2019 11:24