Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2019 16:28 Guðmundur Guðmundsson. Vísir Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum sínum leikjum í milliriðlakeppni HM í handbolta en það varð ljóst eftir þriggja marka tap fyrir Brasilíu í dag. Strákarnir lentu í vandræðum frá fyrstu mínútu en Brasilíumenn skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. „Það er sorglegt að lenda í þessu. Það kviknaði ekki á okkur nema í örstuttan tíma. Menn voru því miður ekki tilbúnir í verkefnið frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Hann sagði að hans menn hefðu gert sig seka um mistök hvað eftir annað í leiknum. „Það er allt of mikið, þeir náðu að skora auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og brjóta okkur niður,“ sagði Guðmundur. „Liðið sýndi svo góðan karakter að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Ég hafði því góða tilfinningu fyrir seinni hálfleiknum en síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Eftir það fannst mér við vera í hálfgerðum eltingaleik.“ Guðmundur segir að ungir leikmenn Íslands hafi fengið dýrmæta reynslu á mótinu en að á endanum hafi komið í ljós hversu mikið Íslendingar söknuðu þriggja bestu manna sinna á mótinu - Arons Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Það er erfitt að vera án þeirra á þessu stóra sviði. Við verðum að átta okkur á því. Ég hefði líka viljað fá meiri hjálp í markvörslunni í dag, hún hefði þurft að koma með í dag,“ sagði Guðmundur en næsta verkefni hans verður að greina frammistöðu Íslands á mótinu. „Það er kannski skrýtið að segja það núna en það var margt jákvætt í gangi á þessu móti. Ég horfi bjartsýnn á framtíðina og við getum bara orðið betri,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Guðmundur gefur lítið fyrir það að Ísland hafi ekki átt að tapa fyrir Brasilíu í dag. „Ég flokka ekki lið eftir því hvort þau heita Brasilía eða eitthvað annað. Brasilía vann Króatíu sem er með frábært lið. Brasilía vann líka Þjóðverja á Ólympíuleikunum. Þetta er bara mjög gott lið og í dag líklega með betra lið en við.“ „Við ætluðum að vinna í dag en það er of mikið að ætla að gera það án þeirra lykilmanna sem við söknuðum í dag. Við hefðum þurft meiri reynslu í dag,“ sagði Guðmundur. Íslendingar gerðu sig seka um mörg mistök í dag. Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir ástæðu þess. „Gleymum því ekki að Frakkar rétt mörðu Brasilíu. Króatar lentu á vegg. Við gerðum mistök og það getur verið vegna reynsluleysis. Ég mun nú greina það í rólegheitum,“ sagði þjálfarinn.Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11 Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag. 23. janúar 2019 16:11
Óli Gústafs: Erum að spila undir getu "Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag. 23. janúar 2019 16:19
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15