Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 16:07 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira