Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 17:48 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25