Viðskipti innlent

Fyrsti leikurinn kominn út hjá Teatime

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson.
Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. mynd/ÞORKELL ÞORKELSSON
Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem stofnað var meðal annars af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, hefur gefið út sinn fyrsta snjallsímaleik en hann ber nafnið Hyperspeed.

Teatime hyggst þróa fyrsta rauntíma-samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki þar sem spilarar horfa á hvorn annan um leið og þeir spila.

Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson en allir störfuðu þeir hjá Plain Vanilla sá sínum tíma.

Þorsteinn Baldur er forstjóri fyrirtækisins en leikurinn er nú þegar aðgengilegur á App Store og Google Play og miðað við ummælin þar mælist hann vel fyrir hjá notendum.

Forbes greinir frá útgáfunni og hafa fleiri tæknimiðlar fjallað um fyrirtækið og leikinn.


Tengdar fréttir

Fjárfestar leggja 770 milljónir í TeaTime

TeaTime, sem stofnað var í fyrrasumar af fyrrverandi starfsmönnum Plain Vanilla, hefur safnað tæplega milljarði króna frá alþjóðlegum fjárfestum.  Meirihluti fyrirtækisins er enn í eigu Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×