Innlent

Makríllinn formlega kvótasettur

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins.
Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. Makríllinn hefur því verið formlega kvótasettur og hefur áttatíu prósent aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2019 verið úthlutað til bráðabirgða. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Samkvæmt reglugerðinni er leyfilegur heildarafli í makríl 140 þúsund tonn. Alls verður 127 þúsund tonnum úthlutað til skipa eftir veiðireynslu í samræmi við nýsamþykkt lög. 7.400 tonn boðin á skiptimarkaði og 4.000 tonn verða boðin handfærabátum gegn gjaldi samkvæmt sérstökum reglum.

Þá verða 1.500 tonn framseld til rússneskra skipa í samræmi við tvíhliðasamning ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×