Viðskipti innlent

Frá Eflu til Samorku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir hefur verið ráðin fagsviðsstjóri hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu er greint frá því að Gyða er með M.Sc. í umhverfisverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn. Þar voru sérsvið hennar vatns- og fráveitur.

Áður starfaði hún hjá verkfræðistofunni EFLU sem verkefnastjóri á Umhverfissviði en Gyða Mjöll kom til starfa hjá Samorku í maí. 

Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna. Eins og segir á vef Samorku starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku innan samtakanna.  Ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti eru auk þess aukaaðilar að Samorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×