„Ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Gareth Bale fagnar marki með Real Madrid. Skiptir hann úr hvítu yfir í rautt? Vísir/Getty Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira
Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Sjá meira