Það er ljóst á fjölda öflugra leikmanna sem verða í boði í sumar að styrkleiki liðanna í NBA-deildinni gæti breyst mikið á skömmum tíma ákveði umræddir leikmenn að fara til nýrra liða.
Kevin Pelton á ESPN fréttamiðlinum setti saman topp tíu lista yfir eftirsóttustu leikmennina af þeim sem eru með lausan samning í sumar.
Það má búast við að mörg NBA félög reyni allt í boði til þess að klófesta einn af þessum frábæru leikmönnum.
.@kpelton ranked the top 30 free agents based off a three-year projections.
Full list (E+): https://t.co/pC47Op0KiCpic.twitter.com/AcvxrLGNDt
— SportsCenter (@SportsCenter) June 25, 2019
Kawhi Leonard, nýkrýndur meistari með Toronto Raptors er efstur á blaði en hann hefur verið orðaður við bæði Los Angeles liðin og þá sérstaklega Clippers-liðið. Hann fann sig aftur á móti vel á þessu eina tímabili með Toronto Raptors og gæti því ákveðið að vera þar á fram.
Næstir á lista eru síðan bakvörðurinn Kyrie Irving og framherjinn Jimmy Butler. Kemba Walker er síðan í fjórða sætinu. Irving hefur verið orðaður við New York liðin Knicks og Brooklyn Nets. Butler þykir líklegur liðsfélagi LeBron James og Antonio Davis hjá Los Angeles Lakers. Kemba Walker gæti einnig verið að leita sér að liði sem berst um titilinn næsta vetur.
Kevin Durant er bara í fimmta sæti listans en það er aðeins vegna þess að hann er með slitna hásin og spilar ekkert á næstu leiktíð. Golden State Warriors mun reyna að halda honum en það hefur verið mikið skrifað um möguleikann á því að hann fari í sama lið og Kyrie Irving.