Körfubolti

Sjáðu stuðningsmenn ærast er Tacko Fall lék sinn fyrsta leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fall í leiknum gegn Detroit í nótt.
Fall í leiknum gegn Detroit í nótt.

Tacko Fall, 226 cm miðherji Boston Celtics, lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í nótt er liðið vann öruggan 21 stigs sigur á Detroit Pistons.

Þegar það var ljóst að Fall væri að koma inn á ætlaði allt um koll að keyra í TD Garden, heimavelli Celtics. Sigurinn var aldrei í hættu en Celtics voru 12 stigum yfir í hálfleik og komnir 20 stigum yfir þegar Fall steig á gólfið. Alls  lék þessi 24 ára gamli leikmaður fimm mínútur. Á þeim skoraði hann fimm stig og tók tvö fráköst. Lokatölur 114-93 Boston í vil.

Fall hefur verið hálfgerð stjarna á veraldarvefnum frá því að hann skráði sig í nýliðavalið NBA deildarinnar en verandi 226 cm á hæð þá þarf hann varla að lyfta sér af gólfinu til að troða knettinum í körfuna. Fall var reyndar ekki valinn í nýliðavalinu en Boston ákvað að semja við leikmanninn þann 25. júlí síðastliðinn.

Eins og áður sagði er Fall litlir 226 cm á hæð og gerir það hann að hæsta leikmanni deildarinnar.

NBA

Tengdar fréttir

Golden State Warriors lönduðu loksins sigri

Eitt besta lið NBA deildarinnar í körfubolta undanfarin ár, Golden State Warriors, hefur átt skelfilega slakt tímabil í vetur vegna meiðsla lykilmanna en liðið vann loks leik í nótt. Alls fóru 10 leikir fram í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×