Fótbolti

Montella rekinn eftir afhroð gegn Roma

Montella hefur verið rekinn í enn eitt skiptið.
Montella hefur verið rekinn í enn eitt skiptið. Vísir/Getty

Fiorentina hefur rekið þjálfara sinn, Vincenzo Montella. Liðið tapaði 4-1 gegn Roma á heimavelli í gærkvöldi og fékk Montella sparkið strax í kjölfarið. Fiorentina hefur ekki gengið sem skyldi í vetur en liðið er í 14. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með aðeins 17 stig þegar 17 umferðum er lokið.

Montella, sem stýrði Fiorentina einnig frá árunum 2012-2015, entist aðeins níu mánuði í starfi að þessu sinni en þessi fyrrum framherji hefur átt erfitt uppdráttar sem þjálfari og entist sjaldan til lengri tíma. Hann hefur þjálfað Sampdoria, AC Milan og Sevilla frá því hann var rekinn frá Fiorentina árið 2015.

„Fiorentina þakkar Vincenzo Montella og teymi hans fyrir vinnu þeirra í þágu félagsins. Óskum við þeim alls hins besta í framtíðinni. Nýr þjálfari verður tilkynntur á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá Fiorentina.

Ítalska úrvalsdeildinni er á leiðinni í jólafrí og er næsti leikur liðsins þann 6. Janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Roma

Roma vann öruggan sigur á Fiorentina í Seria A í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×