Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 12:00 Þingmennirnir héldu blaðamannafund áður en þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergið. AP/Patrick Semansky Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. Meðlimir þriggja þingnefnda, bæði Demókratar og Repúblikanar, voru þar að yfirheyra Lauru Cooper, háttsettan embættismann innan Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem sérhæfir sig í málefnum Úkraínu. Yfirheyrslan snýr að rannsókn Demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot þegar hann ræddi við forseta Úkraínu um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Þeir voru leiddir af þingmönnunum Steve Scalise og Matt Gaetz, sem eru einir helstu stuðningsmenn Trump á þinginu. Flestir þingmennirnir tilheyra hópnum „Freedom Caucus“. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.Ræddu við Trump um varnir gegn rannsókninni Margir þingmannanna sem um ræðir fóru á fund Trump í fyrradag þar sem hann bað þá um að verja sig af meiri hörku. Samkvæmt heimildum Washington Post frá aðilum sem sátu fundinn bað forsetinn þingmennina um að vettlingatök dygðu ekki lengur. Degi seinna voru þeir mættir í fundarherbergið.Með þessu vildu þingmennirnir mótmæla því sem þeir kalla „leynilegar yfirheyrslur“ Demókrata sem þeir segja ósanngjarnar. Þeir hunsuðu þó alfarið að þingmenn Repúblikanaflokksins, sem tilheyra þeim nefndum sem að málinu koma, sitja allar yfirheyrslurnar. Scalise sagði í aðdraganda mótmælanna að Demókratar væru að stýra ferli „í stíl Sovétríkjanna“ og slíkt ætti ekki að vera leyfilegt í Bandaríkjunum. Hann sagði að þeir yrðu ekki kúgaðir. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa margir þingmenn Repúblikanaflokksins verið þöglir sem gröfin um ásakanirnar gagnvart Trump en á sama tíma hafa þeir verið ófeimnir við að gagnrýna Demókrata og saka þá um ósanngjarna rannsókn, þrátt fyrir að þingmenn flokksins hafi haft aðgang að yfirheyrslum og hafi getað spurt vitni spurninga.Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Chris Stewart, sem situr í einni af nefndunum, viðurkenndi að rannsóknarferlið væri í takt við reglugerðir og lög. Yfirheyrsla Cooper tafðist um fimm klukkustundir vegna mótmælanna.Brutu reglur um öryggi Einhverjir af þingmönnum sem stóðu að mótmælunum tóku með sér síma og raftæki inn á nefndafundinn, sem er stranglega bannað þar sem fundarherbergið er skilgreint sem öruggt svæði og leynigögn eru reglulega rædd þar. Því eru engin raftæki leyfð þar inni. Geatz tísti til dæmis úr salnum og sagði frá mótmælunum. Seinna bætti hann við tísti þar sem því var haldið fram að fyrra tístið hefði verið skrifað af starfsmanni hans en ekki honum sjálfum. Báðum tístunum var svo eytt skömmu seinna. Yfirmaður öryggismála á þinginu þurfti á endanum að grípa inn í.Samkvæmt heimildum Politico neituðu einhverjir þingmenn að afhenda raftæki sín eftir að þeim var tilkynnt að það væri brot á öryggisreglum. Demókratar hafa sakað þingmennina um að hafa ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna og hefur þess verið krafist að þeim verði refsað. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, kom sínum mönnum þó til varnar og sagði þá ekki vita betur. „Þetta eru einstaklingar sem hafa aldrei setið í leyniþjónustumálanefndinni áður né annars staðar. Þetta er því ekkert alvarlegt,“ sagði McCarthy. Allir þingmenn vita þó af reglunum varðandi þau fundarherbergi þinghússins sem skilgreind eru sem örugg svæði og að raftæki séu bönnuð þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.Þingkonan Debbie Wasserman Schultz segist hafa verið nýkomin í fundarherbergið þegar áðurnefndir þingmenn ruddu sér leið fram hjá vörðum og þeim starfsmanni sem á að kanna skilríki þeirra sem koma þar inn. „Sumir þeirra voru bókstaflega bara að öskra um forsetann, hvað við værum að gera honum, um að við hefðum ekkert í höndunum og allt sem fram hefði komið styddi málstað forsetans,“ sagði Wasserman Schultz við AP.Halda opna fundi á næstu vikum Demókratar segja að opnir fundir vegna rannsóknarinnar verði haldnir á næstu vikum, eftir að fyrstu stigum rannsóknar þeirra líkur. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sem stýrir rannsókninni, segir lokaða fundi nauðsynlega til að koma í veg fyrir að vitni samræmi framburð sinn. Þingmenn Demókrataflokksins segja atvik gærdagsins til marks um að vitnisburður síðustu daga hafi hrætt þá. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því fyrr í vikunni að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoð til Úkraínu og neitað að veita Zelensky fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. Meðlimir þriggja þingnefnda, bæði Demókratar og Repúblikanar, voru þar að yfirheyra Lauru Cooper, háttsettan embættismann innan Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem sérhæfir sig í málefnum Úkraínu. Yfirheyrslan snýr að rannsókn Demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot þegar hann ræddi við forseta Úkraínu um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Þeir voru leiddir af þingmönnunum Steve Scalise og Matt Gaetz, sem eru einir helstu stuðningsmenn Trump á þinginu. Flestir þingmennirnir tilheyra hópnum „Freedom Caucus“. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.Ræddu við Trump um varnir gegn rannsókninni Margir þingmannanna sem um ræðir fóru á fund Trump í fyrradag þar sem hann bað þá um að verja sig af meiri hörku. Samkvæmt heimildum Washington Post frá aðilum sem sátu fundinn bað forsetinn þingmennina um að vettlingatök dygðu ekki lengur. Degi seinna voru þeir mættir í fundarherbergið.Með þessu vildu þingmennirnir mótmæla því sem þeir kalla „leynilegar yfirheyrslur“ Demókrata sem þeir segja ósanngjarnar. Þeir hunsuðu þó alfarið að þingmenn Repúblikanaflokksins, sem tilheyra þeim nefndum sem að málinu koma, sitja allar yfirheyrslurnar. Scalise sagði í aðdraganda mótmælanna að Demókratar væru að stýra ferli „í stíl Sovétríkjanna“ og slíkt ætti ekki að vera leyfilegt í Bandaríkjunum. Hann sagði að þeir yrðu ekki kúgaðir. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa margir þingmenn Repúblikanaflokksins verið þöglir sem gröfin um ásakanirnar gagnvart Trump en á sama tíma hafa þeir verið ófeimnir við að gagnrýna Demókrata og saka þá um ósanngjarna rannsókn, þrátt fyrir að þingmenn flokksins hafi haft aðgang að yfirheyrslum og hafi getað spurt vitni spurninga.Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Chris Stewart, sem situr í einni af nefndunum, viðurkenndi að rannsóknarferlið væri í takt við reglugerðir og lög. Yfirheyrsla Cooper tafðist um fimm klukkustundir vegna mótmælanna.Brutu reglur um öryggi Einhverjir af þingmönnum sem stóðu að mótmælunum tóku með sér síma og raftæki inn á nefndafundinn, sem er stranglega bannað þar sem fundarherbergið er skilgreint sem öruggt svæði og leynigögn eru reglulega rædd þar. Því eru engin raftæki leyfð þar inni. Geatz tísti til dæmis úr salnum og sagði frá mótmælunum. Seinna bætti hann við tísti þar sem því var haldið fram að fyrra tístið hefði verið skrifað af starfsmanni hans en ekki honum sjálfum. Báðum tístunum var svo eytt skömmu seinna. Yfirmaður öryggismála á þinginu þurfti á endanum að grípa inn í.Samkvæmt heimildum Politico neituðu einhverjir þingmenn að afhenda raftæki sín eftir að þeim var tilkynnt að það væri brot á öryggisreglum. Demókratar hafa sakað þingmennina um að hafa ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna og hefur þess verið krafist að þeim verði refsað. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, kom sínum mönnum þó til varnar og sagði þá ekki vita betur. „Þetta eru einstaklingar sem hafa aldrei setið í leyniþjónustumálanefndinni áður né annars staðar. Þetta er því ekkert alvarlegt,“ sagði McCarthy. Allir þingmenn vita þó af reglunum varðandi þau fundarherbergi þinghússins sem skilgreind eru sem örugg svæði og að raftæki séu bönnuð þar, samkvæmt AP fréttaveitunni.Þingkonan Debbie Wasserman Schultz segist hafa verið nýkomin í fundarherbergið þegar áðurnefndir þingmenn ruddu sér leið fram hjá vörðum og þeim starfsmanni sem á að kanna skilríki þeirra sem koma þar inn. „Sumir þeirra voru bókstaflega bara að öskra um forsetann, hvað við værum að gera honum, um að við hefðum ekkert í höndunum og allt sem fram hefði komið styddi málstað forsetans,“ sagði Wasserman Schultz við AP.Halda opna fundi á næstu vikum Demókratar segja að opnir fundir vegna rannsóknarinnar verði haldnir á næstu vikum, eftir að fyrstu stigum rannsóknar þeirra líkur. Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sem stýrir rannsókninni, segir lokaða fundi nauðsynlega til að koma í veg fyrir að vitni samræmi framburð sinn. Þingmenn Demókrataflokksins segja atvik gærdagsins til marks um að vitnisburður síðustu daga hafi hrætt þá. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því fyrr í vikunni að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoð til Úkraínu og neitað að veita Zelensky fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00