Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 10:45 Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir hvers kyns rannsóknum eða ákærum á meðan hann er forseti, jafnvel þó að hann gerðist sekur um morð fyrir allra augum. AP/Carolyn Kaster Hvorki væri hægt að rannsaka né ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu. Þessu hélt persónulegur lögmaður Trump fram við dómara í gær þegar hann færði rök fyrir því af hverju saksóknarar ættu ekki að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að löggæsluyfirvöld og Bandaríkjaþing fái upplýsingar um fjárreiður hans í hendur. Hann hefur farið með málin fyrir dómstóla og meðal annars byggt á því að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsókn. Þegar dómari í máli sem Trump höfðaði til að koma í veg fyrir að saksóknarar í New York fái skattskýrslur hans frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA spurði dómari William S. Consovoy, lögmann forsetans, að því hversu langt þessi lagakenning um friðhelgi forsetans næði vísaði lögmaðurinn til nokkurs sem Trump sagði eftirminnilega í kosningabaráttunni árið 2016. Trump hélt því þá fram að stuðningsmenn hans væru honum svo tryggir að hann gæti skotið manneskju á miðju Fimmtu breiðgötu New York án þess að tapa atkvæðum. „Gætu yfirvöld á staðnum ekki rannsakað? Gætu þau ekki gert neitt í því? Væri ekkert hægt að gera? Er það afstaða þín?“ spurði Denny Chin dómari við áfrýjunardómstól fyrir annan umdæmisdómstól Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Politico. „Það er rétt,“ svaraði Consovoy en lagði áherslu á að það gilti aðeins á meðan forseti væri í embætti. Eftir að hann léti af því gætu hvaða yfirvöld sem er handtekið hann, rannsakað eða ákært. „Þetta er ekki varanleg friðhelgi,“ sagði lögmaðurinn.Tengist þagnarkaupum og Stormy Daniels Saksóknarar í New York krefjast skattskýrslna Trump fyrir átta ára tímabil í tengslum við rannsókn þeirra á þagnargreiðslum til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Alríkisdómari hafnaði áður rökum Trump um að hann nyti algerrar friðhelgi gegn rannsókn og ákæru með þeim orðum að þau væru „furðuleg“ og án lagastoðar. Trump áfrýjaði þá til áfrýjunardómstólsins. Búist er við því að málið endi á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur starfað eftir þeim reglum að alríkissaksóknarar geti ekki ákært sitjandi forseta en svæðissaksóknarinn í New York er ekki bundinn af þeim. Fram að þessu hefur ekki verið talið að sú regla næði einnig til rannsóknar á forsetanum. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við segja að þau rök forsetans, jafnvel þegar um eins alvarlegan glæp og morð ræðir, séu langsótt og að dómstólar ættu ekki að fallast á þau. Ólíkt fyrri forsetanum Bandaríkjanna hefur Trump staðfastlega neitað því að gera skattskýrslur sínar opinberar. Á sama tíma hefur hann ekki slitið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Forsetinn hefur enn beinar tekjur af fyrirtækjum sínum sem synir hans tveir stýra. Trump hefur þannig verið sakaður um að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar forseta að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum. Þekkt er að erlend ríki hafa sótt í fyrirtæki forsetans, þar á meðal hótel hans, í tengslum við erendrekstrur gagnvart Bandaríkjastjórn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Hvorki væri hægt að rannsaka né ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu. Þessu hélt persónulegur lögmaður Trump fram við dómara í gær þegar hann færði rök fyrir því af hverju saksóknarar ættu ekki að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að löggæsluyfirvöld og Bandaríkjaþing fái upplýsingar um fjárreiður hans í hendur. Hann hefur farið með málin fyrir dómstóla og meðal annars byggt á því að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsókn. Þegar dómari í máli sem Trump höfðaði til að koma í veg fyrir að saksóknarar í New York fái skattskýrslur hans frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA spurði dómari William S. Consovoy, lögmann forsetans, að því hversu langt þessi lagakenning um friðhelgi forsetans næði vísaði lögmaðurinn til nokkurs sem Trump sagði eftirminnilega í kosningabaráttunni árið 2016. Trump hélt því þá fram að stuðningsmenn hans væru honum svo tryggir að hann gæti skotið manneskju á miðju Fimmtu breiðgötu New York án þess að tapa atkvæðum. „Gætu yfirvöld á staðnum ekki rannsakað? Gætu þau ekki gert neitt í því? Væri ekkert hægt að gera? Er það afstaða þín?“ spurði Denny Chin dómari við áfrýjunardómstól fyrir annan umdæmisdómstól Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Politico. „Það er rétt,“ svaraði Consovoy en lagði áherslu á að það gilti aðeins á meðan forseti væri í embætti. Eftir að hann léti af því gætu hvaða yfirvöld sem er handtekið hann, rannsakað eða ákært. „Þetta er ekki varanleg friðhelgi,“ sagði lögmaðurinn.Tengist þagnarkaupum og Stormy Daniels Saksóknarar í New York krefjast skattskýrslna Trump fyrir átta ára tímabil í tengslum við rannsókn þeirra á þagnargreiðslum til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Alríkisdómari hafnaði áður rökum Trump um að hann nyti algerrar friðhelgi gegn rannsókn og ákæru með þeim orðum að þau væru „furðuleg“ og án lagastoðar. Trump áfrýjaði þá til áfrýjunardómstólsins. Búist er við því að málið endi á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur starfað eftir þeim reglum að alríkissaksóknarar geti ekki ákært sitjandi forseta en svæðissaksóknarinn í New York er ekki bundinn af þeim. Fram að þessu hefur ekki verið talið að sú regla næði einnig til rannsóknar á forsetanum. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við segja að þau rök forsetans, jafnvel þegar um eins alvarlegan glæp og morð ræðir, séu langsótt og að dómstólar ættu ekki að fallast á þau. Ólíkt fyrri forsetanum Bandaríkjanna hefur Trump staðfastlega neitað því að gera skattskýrslur sínar opinberar. Á sama tíma hefur hann ekki slitið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Forsetinn hefur enn beinar tekjur af fyrirtækjum sínum sem synir hans tveir stýra. Trump hefur þannig verið sakaður um að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar forseta að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum. Þekkt er að erlend ríki hafa sótt í fyrirtæki forsetans, þar á meðal hótel hans, í tengslum við erendrekstrur gagnvart Bandaríkjastjórn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31