„Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 14:15 Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann. Reykjavík Trúmál Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira