Tal um veikingu eftirlits með samkeppni sé ósannfærandi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2019 06:00 Samkeppniseftirlitið hefur lagst gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum fbl/pjetur „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira