Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 22:35 Frá handtökunum í ráðuneytinu í dag. vísir/sigurjón Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í No Borders, og ein þeirra sem var handtekin í dag. Hún var sú fyrsta sem látin var laus úr haldi lögreglu um klukkan sjö en sá síðasti var látinn laus um klukkan níu. Lögregla sagði í tilkynningu að mótmælendurnir hefðu verið handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið. Elínborg segist ekki hafa heyrt þau fyrirmæli skýrt sjálf auk þess sem þau voru gefin á íslensku og ekki séu allir mótmælendurnir íslenskumælandi. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ segir Elínborg.Alveg klárt hvaða ráðuneyti málaflokkurinn tilheyrir Hún segir að dómsmálaráðuneytið hafi sent hálfgert svar við beiðninni fyrir um viku síðan þar sem mótmælendum var sagt að þeir væru búnir að eiga fund í forsætisráðuneytinu. Elínborg segist ekki geta túlkað bréfið á annan veg en þann að þau fái ekki fund í dómsmálaráðuneytinu út af fundinum í forsætisráðuneytinu. „En á fundinum í forsætisráðuneytinu var okkur sagt að við ættum að fara í dómsmálaráðuneytið. Við segjum frá þessu í bréfinu sem við fórum með í dag. Það fer ekki á milli mála að málaflokkur flóttafólks tilheyrir þessu ráðuneyti, það segir forsætisráðuneytið, Útlendingastofnun og þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál,“ segir Elínborg. Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins sendi svarið fyrir hönd þess og segist Elínborg hafa reynt að ná í hann alla þessa viku en án árangurs. Mótmælendurnir vilja fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Kröfurnar snúa meðal annars að því fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt jafn miklum mæli og nú er gert.„Útlendingahatrið birtist mest í brottvísunum fólks“ Elínborgu er gefið að sök að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og að hafa framið húsbrot í dómsmálaráðuneytinu. „Ég neita þessu báðu. Ég tel að þessi fyrirmæli hafi verið óréttmæt, hver sem þau voru og auk þess tel ég mig ekki hafa framið húsbrot þar sem við vorum í ráðuneytinu á opnunartíma þess,“ segir Elínborg en ráðuneytið lokar klukkan 16. Í skýrslutöku var henni tjáð að hún hefði verið handtekin klukkan 15:51. Hún segir mikilvægt að tala um framgöngu lögreglu við mótmælendur og að það hafi sýnt sig í dag að það sé útlendingaandúð innan lögreglunnar, til dæmis þegar varðstjóri sagði að á Íslandi væri töluð íslenska þegar beðið var um að fyrirmæli væru gefin á ensku. Elínborg leggur þó mesta áherslu á það hvers vegna þau hafi verið með mótmæli í ráðuneytinu. „Ástæðan fyrir því að við erum þarna er út af málstaðnum. Útlendingahatrið birtist mest í brottvísunum fólks sem býr hér við erfiðar aðstæður og stöðugt andlegt ofbeldi af hálfu þeirra stofnanna sem fara með mál þeirra. Við viljum bæta líf þeirra og gera þeim kleift að lifa með reisn og munum halda áfram að minnsta kosti þar til við fáum þennan fund. En það er ekki nóg að funda, við þurfum líka að finna fyrir vilja til þess að taka ákvarðanir,“ segir Elínborg. Spurð út í hver næstu skref séu og hvort mótmælendur mæti aftur í ráðuneytið á mánudag segir hún að það eigi eftir að koma í ljós. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í No Borders, og ein þeirra sem var handtekin í dag. Hún var sú fyrsta sem látin var laus úr haldi lögreglu um klukkan sjö en sá síðasti var látinn laus um klukkan níu. Lögregla sagði í tilkynningu að mótmælendurnir hefðu verið handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið. Elínborg segist ekki hafa heyrt þau fyrirmæli skýrt sjálf auk þess sem þau voru gefin á íslensku og ekki séu allir mótmælendurnir íslenskumælandi. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ segir Elínborg.Alveg klárt hvaða ráðuneyti málaflokkurinn tilheyrir Hún segir að dómsmálaráðuneytið hafi sent hálfgert svar við beiðninni fyrir um viku síðan þar sem mótmælendum var sagt að þeir væru búnir að eiga fund í forsætisráðuneytinu. Elínborg segist ekki geta túlkað bréfið á annan veg en þann að þau fái ekki fund í dómsmálaráðuneytinu út af fundinum í forsætisráðuneytinu. „En á fundinum í forsætisráðuneytinu var okkur sagt að við ættum að fara í dómsmálaráðuneytið. Við segjum frá þessu í bréfinu sem við fórum með í dag. Það fer ekki á milli mála að málaflokkur flóttafólks tilheyrir þessu ráðuneyti, það segir forsætisráðuneytið, Útlendingastofnun og þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál,“ segir Elínborg. Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins sendi svarið fyrir hönd þess og segist Elínborg hafa reynt að ná í hann alla þessa viku en án árangurs. Mótmælendurnir vilja fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Kröfurnar snúa meðal annars að því fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt jafn miklum mæli og nú er gert.„Útlendingahatrið birtist mest í brottvísunum fólks“ Elínborgu er gefið að sök að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og að hafa framið húsbrot í dómsmálaráðuneytinu. „Ég neita þessu báðu. Ég tel að þessi fyrirmæli hafi verið óréttmæt, hver sem þau voru og auk þess tel ég mig ekki hafa framið húsbrot þar sem við vorum í ráðuneytinu á opnunartíma þess,“ segir Elínborg en ráðuneytið lokar klukkan 16. Í skýrslutöku var henni tjáð að hún hefði verið handtekin klukkan 15:51. Hún segir mikilvægt að tala um framgöngu lögreglu við mótmælendur og að það hafi sýnt sig í dag að það sé útlendingaandúð innan lögreglunnar, til dæmis þegar varðstjóri sagði að á Íslandi væri töluð íslenska þegar beðið var um að fyrirmæli væru gefin á ensku. Elínborg leggur þó mesta áherslu á það hvers vegna þau hafi verið með mótmæli í ráðuneytinu. „Ástæðan fyrir því að við erum þarna er út af málstaðnum. Útlendingahatrið birtist mest í brottvísunum fólks sem býr hér við erfiðar aðstæður og stöðugt andlegt ofbeldi af hálfu þeirra stofnanna sem fara með mál þeirra. Við viljum bæta líf þeirra og gera þeim kleift að lifa með reisn og munum halda áfram að minnsta kosti þar til við fáum þennan fund. En það er ekki nóg að funda, við þurfum líka að finna fyrir vilja til þess að taka ákvarðanir,“ segir Elínborg. Spurð út í hver næstu skref séu og hvort mótmælendur mæti aftur í ráðuneytið á mánudag segir hún að það eigi eftir að koma í ljós.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12
Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50