Segja að Pogba heimti ellefu milljónir á dag til að vera áfram hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 10:00 Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku voru ekki alveg sáttir í síðasta leik. Getty/Marc Atkins Vangaveltur um framtíð Paul Pogba eru enn á ný á síðum ensku blaðanna í dag en mikið hefur verið skrifað um áhuga leikmannsins að fara til Real Madrid. Pogba hefur gert flotta hluti inn á vellinum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af Jose Mourinho en eftir að umræðan um Real Madrid fór á flug þá hefur verið minna um mörk og stoðsendingar hjá Frakkanum öfluga. Ole Gunnar hefur sagt að Pogba sé ánægður hjá Manchester United og Pogba sóttist sjálfur eftir því að Solskjær yrði fastráðinn í stjórastólinn á Old Trafford. Í morgun er því síðan slegið upp í slúðurblöðunum Daily Mail og Sun að Paul Pogba heimti 500 þúsund pund í vikulaun vilji Manchester United halda honum hjá félaginu.Manchester United to 'begin talks' with Paul Pogba over new deal amid Real Madrid interest but he wants eye-watering £500,000-per-week https://t.co/t8GytCsCiupic.twitter.com/X7aQSKbRhN — MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2019500 þúsund pund á viku eru rúmar 78 milljónir íslenskra króna sem þýddi að Frakkinn væri þá með meira en ellefu milljónir í laun á dag. Það er draumur margra knattspyrnumanna að spila fyrir Real Madrid og Pogba hefur ekkert falið það þegar hann hefur verið spurður beint út í áhuga spænska félagsins. Paul Pogba er hins vegar með samning til 30. júní 2021 eða í tvö tímabil í viðbóta. Það er aftur á móti ljóst að ef hann framlengir ekki samning sinn fljótlega þá munu ensku fjölmiðlarnir smjatta á vangaveltum um framtíð hans næstu mánuðina.Paul Pogba is reportedly set to demand a huge wage increase if he is to remain at Manchester United. It's the latest gossip https://t.co/vl4tu005bFpic.twitter.com/NA2oJwng4L — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019Pogba er með 11 mörk og 9 stoðsendinga í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki komið að marki í síðustu fjórum deildarleikjum United-liðsins. Í fyrstu níu deildarleikjunum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær kom hann með beinum hætti að þrettán mörkum (8 mörk og 5 stoðsendingar). Manchester United hefur tapað tveimur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum þar á meðal 2-1 á móti Wolves í þessari viku. Fyrir vikið er liðið nú aftur komið niður í sjötta sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Vangaveltur um framtíð Paul Pogba eru enn á ný á síðum ensku blaðanna í dag en mikið hefur verið skrifað um áhuga leikmannsins að fara til Real Madrid. Pogba hefur gert flotta hluti inn á vellinum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við af Jose Mourinho en eftir að umræðan um Real Madrid fór á flug þá hefur verið minna um mörk og stoðsendingar hjá Frakkanum öfluga. Ole Gunnar hefur sagt að Pogba sé ánægður hjá Manchester United og Pogba sóttist sjálfur eftir því að Solskjær yrði fastráðinn í stjórastólinn á Old Trafford. Í morgun er því síðan slegið upp í slúðurblöðunum Daily Mail og Sun að Paul Pogba heimti 500 þúsund pund í vikulaun vilji Manchester United halda honum hjá félaginu.Manchester United to 'begin talks' with Paul Pogba over new deal amid Real Madrid interest but he wants eye-watering £500,000-per-week https://t.co/t8GytCsCiupic.twitter.com/X7aQSKbRhN — MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2019500 þúsund pund á viku eru rúmar 78 milljónir íslenskra króna sem þýddi að Frakkinn væri þá með meira en ellefu milljónir í laun á dag. Það er draumur margra knattspyrnumanna að spila fyrir Real Madrid og Pogba hefur ekkert falið það þegar hann hefur verið spurður beint út í áhuga spænska félagsins. Paul Pogba er hins vegar með samning til 30. júní 2021 eða í tvö tímabil í viðbóta. Það er aftur á móti ljóst að ef hann framlengir ekki samning sinn fljótlega þá munu ensku fjölmiðlarnir smjatta á vangaveltum um framtíð hans næstu mánuðina.Paul Pogba is reportedly set to demand a huge wage increase if he is to remain at Manchester United. It's the latest gossip https://t.co/vl4tu005bFpic.twitter.com/NA2oJwng4L — BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2019Pogba er með 11 mörk og 9 stoðsendinga í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki komið að marki í síðustu fjórum deildarleikjum United-liðsins. Í fyrstu níu deildarleikjunum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær kom hann með beinum hætti að þrettán mörkum (8 mörk og 5 stoðsendingar). Manchester United hefur tapað tveimur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum þar á meðal 2-1 á móti Wolves í þessari viku. Fyrir vikið er liðið nú aftur komið niður í sjötta sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira