Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2019 19:47 Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara. Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara.
Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent