Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:26 Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45