Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA, og fleiri vegna máls Emilíu Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 20:39 Skautakonan Emilía Rós sagði sögu sína af kynferðislegri áreitni þjálfara. SKÍÍ/Getty/Alexander Hassenstein Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira