Erlent

Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá framboðsfundi Nýja lýðveldisflokks Kyriakosar Mitsokakis í Aþenu.
Frá framboðsfundi Nýja lýðveldisflokks Kyriakosar Mitsokakis í Aþenu. Getty/NurPhoto
Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. BBC greinir frá.

Syriza flokkurinn hefur verið við völd frá árið 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras.

Um er að ræða sjöttu þingkosningarnar í Grikklandi frá efnahagshruninu árið 2008 en gríska hagkerfið fór illa út úr því. Gríska ríkið þáði aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í formi neyðarlána á meðan neyðin var stærst en hagkerfið dróst verulega saman og atvinnuleysi varð mikið.

Nú hefur aðstoðinni verið hætt og blikur á lofti í grísku hagkerfi.

Í evrópuþingkosningunum í maí hlaut Nýi lýðveldisflokkur Mitsotakis um þriðjung atkvæða (33,11%) gegn 23,78% atkvæða Syriza flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×