Soffía upplifði hrottalegt heimilisofbeldi: „Ekki til gleði í mér, bara engar tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 09:57 Soffía Dröfn sagði sögu sínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Eftir að hafa verið misnotuð bæði andlega og líkamlega í tvö ár fékk hún nóg og segir Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í þeirri von um að hjálpa konum í sömu stöðu. Soffía Dröfn líkir dögunum í sambandinu við fangelsisvist og hún hafi verið innilokuð og hafi ekki geta kallað á hjálp vegna hræðslu. Hún var orðin hliðarútgáfa af sjálfri sér og var farin að trúa því að hún ætti ekki betra skilið. Hún og fyrrverandi maður hennar kynntust á hóteli þar sem þau störfuðu bæði og segir hún að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Skömmu síðar flutti maðurinn heim til hennar þar sem hún bjó ásamt níu ára syni hennar. Fljótlega fór maðurinn að sýna sitt rétta andlit sem þróaðist út í sjúka afbrýðisemi. Soffía mátti helst ekki tala við aðra karlmenn, auk þess sem hann setti henni reglur varðandi klæðaburð, gaf henni útivistartíma og bannaði henni að hafa samband við ákveðnar vinkonur og fjölskyldumeðlimi. „Ég byrjun fattaði ég ekki að ég mætti ekki tala við fólk um sambandið okkar og ég mátti ekki tala við vinkonur mínar. Ég gat ekki leitað til neins, gat ekki farið til fjölskyldu minnar og gat ekki farið til neins,“ segir Soffía í samtali við Evu Laufey.„Ég vissi bara ef ég myndi tala um þetta yrði allt brjálað. Ég gleymi ekki þegar við vorum einu sinni heima og hann bað mig um að koma með fjarstýringuna til sín og ég svona kastaði henni til hans og þá byrjaði þetta, þessi augnaráð þar sem hann var að ógna mér. Einu sinni sagði ég bara nei þú getur sótt þetta sjálfur. Þá var ég með svona grind fyrir teppi og hann tekur hana og þrykkir henni í mig, bara beint í rifbeinið. Það er fyrsta líkamlega ofbeldið og var þetta um mánuði eftir að við kynnumst.“ Hún segir að það sé mun auðveldara að segjast bara vilja fara strax frá manninum sínum en í raun og veru að gera það. „Svona menn ná bara heljartökum á manni. Stelpur fara bara að trúa því að það sé ekkert betra þarna úti, við eigum ekkert betra skilið. Þeir stimpla það bara inn í hausinn á manni. Þeir gjörsamlega ná að endurstilla hausinn á manni þannig að lífið snýst bara um að þóknast þeim.“Hágrét í ísbúðinni Heimilislífið versnaði fljótt. Maðurinn hætti að vinna og eyddi deginum í tölvunni. Aðalhlutverk Soffíu var að þjóna eða þóknast honum. Til þess að halda friðinn. „Ég var að koma úr ræktinni og svitnaði þar mjög mikið. Það var hávetur og ískalt úti. Hann hringir í mig biður mig um að stoppa og kaupa ís. Ég segi ekkert mál, en þá segir hann að ég verði að gera það núna. Ég var búin að vera í fjörutíu mínútur í ræktinni og ætlaði að fá að klára. Þá segir hann bara, nei núna. Ég hringi síðan í hann og segi að það sé rosalega löng röð í ísbúðinni, ég rennandi blaut og ég verði örugglega veik að standa úti í frostinu. Þá segir hann, mér er alveg sama. Farðu bara og vertu í röðinni. Ég spyr hvort ég megi koma heim, fara í sturtu og fara í hlý föt og fara síðan aftur út að kaupa ís. Þá svarar hann, ég vil ís núna. Ég beið því þarna í ísakulda og kem síðan heim og rétti honum ísinn. Hann tekur ísinn kastar honum í mig og kýlir mig. Svo hendir hann mér svo að ég detti aftan á klósettsetuna. Ég vankast við þetta og þegar ég er að vakna upp heldur hann hendinni yfir hálsinum mínum, hellir ísnum yfir mig og segir, drullaðu þér út og keyptu stóran ís. Ég mætti hágrátandi og rennandi blaut í ísbúðina,“ segir Soffía sem langaði best að hringja í lögregluna eða í fjölskyldu sína en vissi þá að allt yrði brjálað.Hér má sjá mynd af Soffíu eftir barsmíðar fyrrverandi sambýlismanns hennar.„Ég var bara mjög hrædd við hann en á sama tíma elskaði ég hann og hélt að þetta væri ástin í lífi mínu. Hann lét mig bara trúa því að ég gæti ekki fengið neinn annan nema hann.“ Maðurinn æfði bardagaíþrótt og lét hana margoft vita af því að hann vissi nákvæmlega hvar hann ætti að kýla hana svo það myndi ekki sjást. Ofbeldið var því vel falið og enginn í kringum Soffíu áttaði sig á því hvað gekk á. „Ég hringdi alltaf í bestu vinkonu mína eftir hvert skipti og hún reyndi allt sem hún gat til þess að fá mig út úr þessu. Hún sagði alltaf, nú ferðu. Hann náði alltaf að sannfæra mig um að vera áfram hjá sér. Ég sagði alltaf að hann væri bara lasinn og myndi fara í reiðistjórnun og til sálfræðings og myndi breytast. Ég trúði því svo lengi að hann myndi breytast. Auðvitað breyttist hann ekkert. Fjölskylda mín vissi ekkert og það eru svo margir að segja við mann núna af hverju sagðir þú ekkert. Þetta er bara viðbjóður.“ Dagar, vikur og mánuðir liðu þar sem Soffía mátti þola mikið ofbeldi og á heimilinu bjó einnig sonur Soffíu sem varð vitni að ofbeldinu. Soffía segir að maðurinn hafi aldrei lagt hendur á son sinn en hafi þó ekki komið vel fram við hann, sýndi ógnandi hegðun og bannaði honum meðal annars að fá vini í heimsókn.Var fyrst reið út í fjölskylduna „Ég man ég var í vinnunni og hann var heima í tölvunni. Þá var foreldrum mínum farið að gruna mikið því að sonur minn fór til þeirra. Sonur minn fer til þeirra og segir að hann sé vondur maður og að við verðum að hjálpa mömmu. Mamma kemur hingað heim og hún segir við hann að nú verði þetta að hætta. Síðan þegar ég kem heim úr vinnunni þá tekur hann mig, setur mig upp á eldhúsborðið og kýlir mig sjö sinnum. Og segir í leiðinni allt sem mamma mín hafði sagt við sig. Hann barði mig og barði og þetta var án efa það versta sem ég hef upplifað. Ég ákvað síðan þegar hann fer aftur í tölvuna að þetta gengi ekki lengur, nú yrði ég að fá hjálp. Þarna kastaði ég upp blóði en var samt meira andlega veik heldur en líkamlega. Það var ekki til gleði í mér, bara engar tilfinningar. Ég laumaðist út og fer niður á spítala. Ég keyri niður í Fossvog og legg bílnum mínum. Þar sit ég í svona eina mínútu og er að mana mig að fara inn. Þá kemur hann og leggur bílnum sínum beint fyrir aftan mig. Hann bara setti mig í sinn bíl og fór með mig heim.“ Fjölskylda Soffíu tók málið í sínar hendur og flutti eigur mannsins út af heimili Soffíu sem segir að það hafi tekið hana dágóða stund að átta sig á því að fjölskyldan væri að hjálpa henni en fyrst um sinn var Soffía reið út í fjölskylduna sína og skildi ekki af hverju þau væru að blanda sér í þeirra mál, hún var svo reið að hún talaði ekki við fjölskyldu sína í nokkrar vikur og fljótlega var henni ljóst að þau hefðu verið að bjarga henni frá manninum og hún ákvað að losa sig úr sambandinu. Það hefur tekið langan tíma og mikla vinnu að græða gömul sár en segir hún að það sé enn mikil vinna í land. „Ég er mjög hrædd við hann en ég er ekki hrædd um að lenda aftur í sambandi með ofbeldismanni. Ég er að byggja mig upp og mun ekki fara í samband með manni fyrr en ég er orðin 100% sterk sjálf. Ég myndi segja við aðrar konur í sömu sporum að það væri best að leita sér hjálpar. Þessi hjálp virkar. Ég hélt bara að mitt væri ekki nóg og að aðrar konur hefðu lent í miklu verri hlutum en ég.“ Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira
Eftir að hafa verið misnotuð bæði andlega og líkamlega í tvö ár fékk hún nóg og segir Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í þeirri von um að hjálpa konum í sömu stöðu. Soffía Dröfn líkir dögunum í sambandinu við fangelsisvist og hún hafi verið innilokuð og hafi ekki geta kallað á hjálp vegna hræðslu. Hún var orðin hliðarútgáfa af sjálfri sér og var farin að trúa því að hún ætti ekki betra skilið. Hún og fyrrverandi maður hennar kynntust á hóteli þar sem þau störfuðu bæði og segir hún að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Skömmu síðar flutti maðurinn heim til hennar þar sem hún bjó ásamt níu ára syni hennar. Fljótlega fór maðurinn að sýna sitt rétta andlit sem þróaðist út í sjúka afbrýðisemi. Soffía mátti helst ekki tala við aðra karlmenn, auk þess sem hann setti henni reglur varðandi klæðaburð, gaf henni útivistartíma og bannaði henni að hafa samband við ákveðnar vinkonur og fjölskyldumeðlimi. „Ég byrjun fattaði ég ekki að ég mætti ekki tala við fólk um sambandið okkar og ég mátti ekki tala við vinkonur mínar. Ég gat ekki leitað til neins, gat ekki farið til fjölskyldu minnar og gat ekki farið til neins,“ segir Soffía í samtali við Evu Laufey.„Ég vissi bara ef ég myndi tala um þetta yrði allt brjálað. Ég gleymi ekki þegar við vorum einu sinni heima og hann bað mig um að koma með fjarstýringuna til sín og ég svona kastaði henni til hans og þá byrjaði þetta, þessi augnaráð þar sem hann var að ógna mér. Einu sinni sagði ég bara nei þú getur sótt þetta sjálfur. Þá var ég með svona grind fyrir teppi og hann tekur hana og þrykkir henni í mig, bara beint í rifbeinið. Það er fyrsta líkamlega ofbeldið og var þetta um mánuði eftir að við kynnumst.“ Hún segir að það sé mun auðveldara að segjast bara vilja fara strax frá manninum sínum en í raun og veru að gera það. „Svona menn ná bara heljartökum á manni. Stelpur fara bara að trúa því að það sé ekkert betra þarna úti, við eigum ekkert betra skilið. Þeir stimpla það bara inn í hausinn á manni. Þeir gjörsamlega ná að endurstilla hausinn á manni þannig að lífið snýst bara um að þóknast þeim.“Hágrét í ísbúðinni Heimilislífið versnaði fljótt. Maðurinn hætti að vinna og eyddi deginum í tölvunni. Aðalhlutverk Soffíu var að þjóna eða þóknast honum. Til þess að halda friðinn. „Ég var að koma úr ræktinni og svitnaði þar mjög mikið. Það var hávetur og ískalt úti. Hann hringir í mig biður mig um að stoppa og kaupa ís. Ég segi ekkert mál, en þá segir hann að ég verði að gera það núna. Ég var búin að vera í fjörutíu mínútur í ræktinni og ætlaði að fá að klára. Þá segir hann bara, nei núna. Ég hringi síðan í hann og segi að það sé rosalega löng röð í ísbúðinni, ég rennandi blaut og ég verði örugglega veik að standa úti í frostinu. Þá segir hann, mér er alveg sama. Farðu bara og vertu í röðinni. Ég spyr hvort ég megi koma heim, fara í sturtu og fara í hlý föt og fara síðan aftur út að kaupa ís. Þá svarar hann, ég vil ís núna. Ég beið því þarna í ísakulda og kem síðan heim og rétti honum ísinn. Hann tekur ísinn kastar honum í mig og kýlir mig. Svo hendir hann mér svo að ég detti aftan á klósettsetuna. Ég vankast við þetta og þegar ég er að vakna upp heldur hann hendinni yfir hálsinum mínum, hellir ísnum yfir mig og segir, drullaðu þér út og keyptu stóran ís. Ég mætti hágrátandi og rennandi blaut í ísbúðina,“ segir Soffía sem langaði best að hringja í lögregluna eða í fjölskyldu sína en vissi þá að allt yrði brjálað.Hér má sjá mynd af Soffíu eftir barsmíðar fyrrverandi sambýlismanns hennar.„Ég var bara mjög hrædd við hann en á sama tíma elskaði ég hann og hélt að þetta væri ástin í lífi mínu. Hann lét mig bara trúa því að ég gæti ekki fengið neinn annan nema hann.“ Maðurinn æfði bardagaíþrótt og lét hana margoft vita af því að hann vissi nákvæmlega hvar hann ætti að kýla hana svo það myndi ekki sjást. Ofbeldið var því vel falið og enginn í kringum Soffíu áttaði sig á því hvað gekk á. „Ég hringdi alltaf í bestu vinkonu mína eftir hvert skipti og hún reyndi allt sem hún gat til þess að fá mig út úr þessu. Hún sagði alltaf, nú ferðu. Hann náði alltaf að sannfæra mig um að vera áfram hjá sér. Ég sagði alltaf að hann væri bara lasinn og myndi fara í reiðistjórnun og til sálfræðings og myndi breytast. Ég trúði því svo lengi að hann myndi breytast. Auðvitað breyttist hann ekkert. Fjölskylda mín vissi ekkert og það eru svo margir að segja við mann núna af hverju sagðir þú ekkert. Þetta er bara viðbjóður.“ Dagar, vikur og mánuðir liðu þar sem Soffía mátti þola mikið ofbeldi og á heimilinu bjó einnig sonur Soffíu sem varð vitni að ofbeldinu. Soffía segir að maðurinn hafi aldrei lagt hendur á son sinn en hafi þó ekki komið vel fram við hann, sýndi ógnandi hegðun og bannaði honum meðal annars að fá vini í heimsókn.Var fyrst reið út í fjölskylduna „Ég man ég var í vinnunni og hann var heima í tölvunni. Þá var foreldrum mínum farið að gruna mikið því að sonur minn fór til þeirra. Sonur minn fer til þeirra og segir að hann sé vondur maður og að við verðum að hjálpa mömmu. Mamma kemur hingað heim og hún segir við hann að nú verði þetta að hætta. Síðan þegar ég kem heim úr vinnunni þá tekur hann mig, setur mig upp á eldhúsborðið og kýlir mig sjö sinnum. Og segir í leiðinni allt sem mamma mín hafði sagt við sig. Hann barði mig og barði og þetta var án efa það versta sem ég hef upplifað. Ég ákvað síðan þegar hann fer aftur í tölvuna að þetta gengi ekki lengur, nú yrði ég að fá hjálp. Þarna kastaði ég upp blóði en var samt meira andlega veik heldur en líkamlega. Það var ekki til gleði í mér, bara engar tilfinningar. Ég laumaðist út og fer niður á spítala. Ég keyri niður í Fossvog og legg bílnum mínum. Þar sit ég í svona eina mínútu og er að mana mig að fara inn. Þá kemur hann og leggur bílnum sínum beint fyrir aftan mig. Hann bara setti mig í sinn bíl og fór með mig heim.“ Fjölskylda Soffíu tók málið í sínar hendur og flutti eigur mannsins út af heimili Soffíu sem segir að það hafi tekið hana dágóða stund að átta sig á því að fjölskyldan væri að hjálpa henni en fyrst um sinn var Soffía reið út í fjölskylduna sína og skildi ekki af hverju þau væru að blanda sér í þeirra mál, hún var svo reið að hún talaði ekki við fjölskyldu sína í nokkrar vikur og fljótlega var henni ljóst að þau hefðu verið að bjarga henni frá manninum og hún ákvað að losa sig úr sambandinu. Það hefur tekið langan tíma og mikla vinnu að græða gömul sár en segir hún að það sé enn mikil vinna í land. „Ég er mjög hrædd við hann en ég er ekki hrædd um að lenda aftur í sambandi með ofbeldismanni. Ég er að byggja mig upp og mun ekki fara í samband með manni fyrr en ég er orðin 100% sterk sjálf. Ég myndi segja við aðrar konur í sömu sporum að það væri best að leita sér hjálpar. Þessi hjálp virkar. Ég hélt bara að mitt væri ekki nóg og að aðrar konur hefðu lent í miklu verri hlutum en ég.“
Ísland í dag Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira