Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2019 09:02 Enn gefst tími til að klára jólaundirbúninginn. Vísir/Vilhelm Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér. Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Aðfangadagur og margir sem bíða eftir jólunum spenntir. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óða önn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en jólahátíðin gengur í garð. Þrátt fyrir mikinn og góðan undirbúning getur það alltaf komið upp á að eitthvað klikki eða gleymist á síðustu stundu, þá er gott að vita hvar er opið á Aðfangadegi. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag. Opið er í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni frá 10 til 13 en í Miðborginni verða verslanir opnar frá klukkan 10 til hádegis, sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en búðir þar loka klukkan 12. Þeir sem eiga eftir að kaupa síðustu gjöfina ættu því að geta komist í það. Í Fjarðarkaup er opið frá 9:30 til 12:30. Hafi sykurinn eða annað hráefni gleymst fyrir baksturinn eða eldamennskuna þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá 10 til 14 en í verslunum Krónunnar er opið til klukkan 15. Í Hagkaupum er opið til 14 í Smáralind, Kringlunni, Selfossi, Njarðvík og Borgarnesi en til 16 í Skeifunni, Garðabæ, Spöng, Akureyri og á Eiðistorgi. Vesturbæingar í tímaþröng hafa til klukkan 14 til að versla í Melabúðinni. Í versluninni Rangá í Skipasundi er opið til klukkan 17:00 og verður sama uppi á teningnum á morgun jóladag. Opið verður til klukkan 13:00 í sundlaugum Reykjavíkur, gefst þar tækifæri til þess að taka heitt og kalt jólabað til skiptis.Verslanir Nettó eru opnar til 14, 10-11 er opið til 17:00. Apótek Lyfju eru víðast hvar opin til klukkan 12 en fyrir þá á Höfuðborgarsvæðinu er opið í apóteki Lyfju í Lágmúla til klukkan 18. Strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til 15:00. Nánari upplýsingar má finna hér. Opið er í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Selfoss á milli 9 og 13 en lokað á morgun og miðvikudag. Á landsbyggðinni er víðast hvar opið frá 10-12 en á ýmsum stöðum er opið klukkutíma lengur eða til 13. Sjá má lista yfir opnunartíma vínbúðanna hér.Opnunartíma safna í Reykjavík má finna hér.
Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira