„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2019 11:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í vikunni, er ennþá stjórnarformaður Framherja í Færeyjum. Vísur/sigurjón Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi. Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi.
Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30