Rúnar: Heppnir að þetta endaði ekki verr Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 21:50 Rúnar Kristinsson vísir/bára Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Rúnar Kristinsson var sáttur með stigin þrjú sem KR náði í gegn HK í Vesturbænum í kvöld en pirraður út í kæruleysi hans manna undir lok leiksins. „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar eftir leikinn. KR vann 3-2, mörk HK komu á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og við erum heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Sjá meira