Innlent

Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi.
Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. VÍSIR/VILHELM
Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi.

Frumvarpið er viðleitini til að rétta stöðu einkarekinna fjölmiðla og færa Ísland nær því fyrirkomulagi sem þekkist á hinum Norðurlöndunum sem styrkja einkarekna fjölmiðla.

Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðsna fyrir sömu störf.

Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda.

Í frumvarpinu er einnig reglugerðarheimild sem kveður á um að veita megi staðbundnum fjölmiðlum viðbótarendurgreiðslu. Að auki heimilar frumvarpið sérstakan stuðning sem nemur allt að 5,15% af þeim launum starfsfólks ritstjórna sem falla undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.

Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×