Sport

Missti báða fætur í árekstri en vann kappakstur í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Billy Monger með Lewis Hamilton.
Billy Monger með Lewis Hamilton. Getty/Dan Mullan
Einn af athyglisverðustu sigurvegurum helgarinnar missti báða fæturna í árekstri fyrir aðeins tveimur árum síðan.

Bretinn Billy Monger vann Pau Grand Prix kappaksturinnum helgina en hann keppir í Opnu Evrópuformúlunni sem er keppni ungra ökumanna og fer fram á Spáni.

„Ég trú þessu varla. Ég hefði aldrei séð það fyrir fyrir tveimur árum að ég myndi vinna keppni sem þessa,“ sagði Billy Monger.





Billy Monger keyrir fyrir Carlin-liðið og í sérútbúnum bíl. Hann er nú orðinn tvítugur en Monger slasaðist alvarlega í árekstri í formúlu fjögur í apríl 2017.

Eftir áreksturinn þurfti að taka af honum báða fæturna. Það sáu kannski fáir leið fyrir hann til að fara að keppa aftur í kappakstri en Monger sýndi mikið hugrekki og lét ekki þetta stóra áfall stoppa sig.

Monger og fjölskylda hans börðust síðan fyrir reglubreytingum vegna fatlaðra ökumanna og fengu þær í gegn. Hann fór síðan að keppa aftur í september 2018.





Monger náði sjötta sætinu í bresku formúlu þrjú á árinu 2018 og komst þá þrisvar á verðlaunapall.

Um helgina gekk allt upp hjá honum og þá sérstaklega sú stóra ákvörðun að skipta yfir á regndekk. Við það datt hann niður í neðsta sæti en keyrði síðan fram úr öllum þegar fór að rigna seinna í keppninni.

Monger nýtti sér líka það að forystubílarnir lenti í árekstri og hélt forystunni allt til enda þegar hann komst í fyrsta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×