Karla- og kvennalið Manchester City með sameiginlega skrúðgöngu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Fyrirliðiar Manchester City með bikarinn eða þau Vincent Kompany og Steph Houghton. Vísir/SaMSETT/Getty Það er gaman að vera stuðningsmaður Manchester City í dag og stuðningsmenn félagsins fá tækifæri til að fagna frábæru tímabili í Manchester á götum borgarinnar á eftir. Karlalið Manchester City tryggði sér sögulega heimaþrennu um helgina með sigri í ensku bikarkeppninni en það verður ekki bara karlaliðið sem ætlar að fagna með stuðningsmönnum sínum í dag. Meistaraflokkar Manchester City unnu nefnilega sex titla á þessari leiktíð. Karlaliðið vann fjóra að Samfélagskildinum meðtöldum en kvennaliðið vann tvo. Bæði unnu þau ensku bikarkeppnina og enska deildabikarinn.Two of a kind Well done @PepTeam & the team on completing a remarkable treble.. what a year it’s been for @ManCity & @ManCityWomen.#oneclub#wewonittogetherpic.twitter.com/PGmKIXIEZ0 — Nick Cushing (@nickcushing80) May 18, 2019 Bæði karla- og kvennalið Citu ætla að fagna góðum árangri saman í dag og er þetta til mikillar fyrirmyndar hjá Englandsmeisturunum. Oftar en ekki þurfa konurnar að sætta sig við það að vera í skugganum af körlunum og sum af stærstu félögum Englands voru lengi ekki einu sinni með kvennalið. Það er allt saman að breytast sem betur fer og kvennafótboltinn í Englandi er farinn að fá mun meiri athygli á síðustu misserum. Kvennalið Manchester City hefur lengi verið í fremstu röð. Liðið náði reyndar ekki að vinna enska titilinn í ár en vann báðar bikarkeppninnar. Þetta er önnur tvenna félagsins en liðið vann ensku deildina og enska deildabikarinn 2016. Hér fyrir neðan má sjá hvar leið skrúðgöngunnar liggur í dag en hún hefst klukkan fjögur að breskum tíma eða klukkan þrjú að íslenskum tíma. Það verður örugglega hægt að fylgjast vel með henni á samfélagsmiðlum Manchester City.PARADE ROUTE! pic.twitter.com/UnQYbLNm6X — Manchester City (@ManCity) May 19, 2019 Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Það er gaman að vera stuðningsmaður Manchester City í dag og stuðningsmenn félagsins fá tækifæri til að fagna frábæru tímabili í Manchester á götum borgarinnar á eftir. Karlalið Manchester City tryggði sér sögulega heimaþrennu um helgina með sigri í ensku bikarkeppninni en það verður ekki bara karlaliðið sem ætlar að fagna með stuðningsmönnum sínum í dag. Meistaraflokkar Manchester City unnu nefnilega sex titla á þessari leiktíð. Karlaliðið vann fjóra að Samfélagskildinum meðtöldum en kvennaliðið vann tvo. Bæði unnu þau ensku bikarkeppnina og enska deildabikarinn.Two of a kind Well done @PepTeam & the team on completing a remarkable treble.. what a year it’s been for @ManCity & @ManCityWomen.#oneclub#wewonittogetherpic.twitter.com/PGmKIXIEZ0 — Nick Cushing (@nickcushing80) May 18, 2019 Bæði karla- og kvennalið Citu ætla að fagna góðum árangri saman í dag og er þetta til mikillar fyrirmyndar hjá Englandsmeisturunum. Oftar en ekki þurfa konurnar að sætta sig við það að vera í skugganum af körlunum og sum af stærstu félögum Englands voru lengi ekki einu sinni með kvennalið. Það er allt saman að breytast sem betur fer og kvennafótboltinn í Englandi er farinn að fá mun meiri athygli á síðustu misserum. Kvennalið Manchester City hefur lengi verið í fremstu röð. Liðið náði reyndar ekki að vinna enska titilinn í ár en vann báðar bikarkeppninnar. Þetta er önnur tvenna félagsins en liðið vann ensku deildina og enska deildabikarinn 2016. Hér fyrir neðan má sjá hvar leið skrúðgöngunnar liggur í dag en hún hefst klukkan fjögur að breskum tíma eða klukkan þrjú að íslenskum tíma. Það verður örugglega hægt að fylgjast vel með henni á samfélagsmiðlum Manchester City.PARADE ROUTE! pic.twitter.com/UnQYbLNm6X — Manchester City (@ManCity) May 19, 2019
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira