Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. Hlé var gert á seinni umræðu um orkupakkann eldsnemma á fimmtudagsmorguninn var, en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið málþófi alla nóttina.
Þegar þingfundi var slitið í síðustu viku voru enn nokkrir þingmenn á mælendaskrá og munu þeir halda ræður sínar í dag. Allt eru þetta þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður fyrstur í pontu.
Þingfundur hefst klukkan 15 og er orkupakkinn fimmta mál á dagskrá.
Orkupakkinn til umræðu í dag

Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt
Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars.