Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 17:07 Leiðtogi stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu. Getty/ Altan Gocher Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“ Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“
Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22